Hjónabandið er heilagt og biblían óskeikul 1. desember 2005 05:00 Tvær ástæður eru mér ofarlega í huga þegar ég finn mig knúinn sem kristinn mann til þess að styðja réttindabaráttu samkynhneigðra. Annarsvegar hef ég þá vissu að hjónabandið sé heilagt, og hinsvegar þá trú að biblían sé óskeikul. Það er kristin trú og almenn reynsla að hjónabandið er heilagt. Trúnaðurinn sem ríkir milli maka, virðingin og kærleikurinn sem skapast í gagnkvæmu trausti og samhjálp gerir hjónabandið heilagt. "Heilagt hjónaband" segjum við og meinum það skjól sem við finnum, öryggið sem ríkir á heimili góðra hjóna. Þannig verður heimilið líka helgidómur, því helgidómur er einfaldlega staður þar sem er pláss fyrir fólk og gott er að vaxa og dafna. Heilagleiki hjónabands og heimilis er þannig hagnýtt hugtak og við vitum vel hvað það merkir. Þessi heilagleiki ræðst hvorki af líkamsbyggingu hjónanna sem á heimilinu búa né heldur af kirkjulegum athöfnum eins og hjónavígslu. Hið heilaga hjónaband stafar af gagnkvæmum og langreyndum trúnaði, ást og virðingu sem kemur líkamsgerð hjónanna, kynferði þeirra og hugsanlegum kirkjuferðum ekkert sérstaklega við. Í annan stað skiptir mig miklu að taka fram að það er kristin trú að biblían er óskeikul. Biblían bendir óskeikullega á Jesú Krist og þá nýju lífsmöguleika sem allri veröld er boðið vegna hans. Án alls vafa bendir biblían á Jesú Krist sem gefið hefur líf sitt fyrir heiminn og sigrað dauðann í upprisu sinni, svo að við megum óhrædd lifa og getum óhrædd dáið í trú á hann. Óskeikulleiki heilagrar ritningar er þannig fólginn í erindi hennar, fagnaðarerindinu, en ekki í bókstöfunum sem í bókinni standa. Gleðifrétt kristinnar trúar er sú að Guð hefur sætt heiminn við sig og gerst einn af okkur svo að við megum kannast hvað við annað. Okkur er óhætt að opna augun betur og betur fyrir þeirri staðreynd að við erum á samleið með öllu sem lifir, öllum manneskjum, dýrum og annari náttúru. Því er það kristin sannfæring mín að kirkja Jesú hljóti að virða réttindi og skyldur samkynhneigðra para, nú, þegar sú einfalda vitneskja er orðin almenningseign að samkynhneigð er hluti af hinni dásamlegu fjölbreytni sköpunarverksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Tvær ástæður eru mér ofarlega í huga þegar ég finn mig knúinn sem kristinn mann til þess að styðja réttindabaráttu samkynhneigðra. Annarsvegar hef ég þá vissu að hjónabandið sé heilagt, og hinsvegar þá trú að biblían sé óskeikul. Það er kristin trú og almenn reynsla að hjónabandið er heilagt. Trúnaðurinn sem ríkir milli maka, virðingin og kærleikurinn sem skapast í gagnkvæmu trausti og samhjálp gerir hjónabandið heilagt. "Heilagt hjónaband" segjum við og meinum það skjól sem við finnum, öryggið sem ríkir á heimili góðra hjóna. Þannig verður heimilið líka helgidómur, því helgidómur er einfaldlega staður þar sem er pláss fyrir fólk og gott er að vaxa og dafna. Heilagleiki hjónabands og heimilis er þannig hagnýtt hugtak og við vitum vel hvað það merkir. Þessi heilagleiki ræðst hvorki af líkamsbyggingu hjónanna sem á heimilinu búa né heldur af kirkjulegum athöfnum eins og hjónavígslu. Hið heilaga hjónaband stafar af gagnkvæmum og langreyndum trúnaði, ást og virðingu sem kemur líkamsgerð hjónanna, kynferði þeirra og hugsanlegum kirkjuferðum ekkert sérstaklega við. Í annan stað skiptir mig miklu að taka fram að það er kristin trú að biblían er óskeikul. Biblían bendir óskeikullega á Jesú Krist og þá nýju lífsmöguleika sem allri veröld er boðið vegna hans. Án alls vafa bendir biblían á Jesú Krist sem gefið hefur líf sitt fyrir heiminn og sigrað dauðann í upprisu sinni, svo að við megum óhrædd lifa og getum óhrædd dáið í trú á hann. Óskeikulleiki heilagrar ritningar er þannig fólginn í erindi hennar, fagnaðarerindinu, en ekki í bókstöfunum sem í bókinni standa. Gleðifrétt kristinnar trúar er sú að Guð hefur sætt heiminn við sig og gerst einn af okkur svo að við megum kannast hvað við annað. Okkur er óhætt að opna augun betur og betur fyrir þeirri staðreynd að við erum á samleið með öllu sem lifir, öllum manneskjum, dýrum og annari náttúru. Því er það kristin sannfæring mín að kirkja Jesú hljóti að virða réttindi og skyldur samkynhneigðra para, nú, þegar sú einfalda vitneskja er orðin almenningseign að samkynhneigð er hluti af hinni dásamlegu fjölbreytni sköpunarverksins.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun