Viðskipti innlent

Jarðboranir eru meira virði

Jarðboranir hærra metnar. Greiningardeild KB banka ráðleggur hluthöfum í Jarðborunum að taka ekki yfirtökutilboði. frá Atorku Group. Það sé of lágt.
Jarðboranir hærra metnar. Greiningardeild KB banka ráðleggur hluthöfum í Jarðborunum að taka ekki yfirtökutilboði. frá Atorku Group. Það sé of lágt.

Greiningardeild KB banka hvetur hluthafa í Jarðborunum til að ganga ekki að líklegu yfirtökutilboði Atorku Group sem hefur eignast meira en helming hlutafjár í Jarðborunum. Hún hefur komist að þeirri niðurstöðu í nýju verðmati á Jarðborunum að markaðsvirði þess ætti að vera 2,3 milljörðum meira en það er í raun og veru.

Verðmatsgengið er því 31,1 króna á hvern hlut, en tilboð Atorku mun sennilega miðast við gengið 25 krónur á hlut og hluthafar Jarðborana fá í staðinn bréf í Atorku á genginu sex. "Niðurstaða okkar er að tilboð upp á 25 krónur á hlut endurspegli ekki þau verðmæti sem fólgin eru í rekstri Jarðborana. Að auki teldum við það slök býtti að skipta á bréfum í Jarðborunum og Atorku Group," segir Greiningardeild KB banka í nýlegu verðmati á Jarðborunum.

Hlutabréf í Jarðborunum hækkuðu um fjögur prósent í gær eftir að KB banki sendi frá sér greininguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×