Frumvarp um RÚV sem ég vil sjá 29. nóvember 2005 05:00 Senn leggur menntamálaráðherra fram nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið. Mikilvægi stofnunarinnar þarf að virða og tryggja að hún skuli hafa varanlegan sess sem menningarstofnun og almannaútvarp í eigu allra landsmanna. Það sem ég vil sjá... ... er að frumvarpið sýni almennan skilning á sérstöðu Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaðnum. Ríkisútvarpinu ber samkvæmt lögum að gæta óhlutdrægni, vernda skoðanafrelsi og halda uppi fjölbreyttum skoðunum. Ríkisútvarpið er eina útvarpsstöðin sem hefur þetta lögbundna hlutverk og því er brýnt að standa vörð um það. ...er að í frumvarpinu verði hnykkt á þeirri skyldu Ríkisútvarpsins að efla íslenska dagskrárgerð og Ríkisútvarpinu gert það kleift að framleiða miklu meira innlent efni en nú er gert. Meginhlutverk Ríkisútvarpsins á að vera metnaðarfull innlend dagskrárgerð og að standa vörð um tunguna og menninguna. Það er forsenda þess að við viljum hafa ríkisrekinn fjölmiðil og það er þjónusta sem íslenska þjóðin vill og á rétt á. ...er að í frumvarpinu verði lagðar til breytingar á lögum um Ríkisútvarpið sem fælu í sér að komið væri á breiðari yfirstjórn, annars vegar til að renna styrkari stoðum undir rekstur Ríkisútvarpsins og hins vegar til að efla lýðræðislega stjórn þess til dæmis með beinni þátttöku starfsmanna, fulltrúa félagasamtaka og kjörinna fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi í yfirstjórn stofnunarinnar, en þeir ráði þó ekki í krafti meirihlutavalds sem endurspeglar ríkisstjórn, eins og nú er. ...er að Ríkisútvarpinu verði tryggðir traustir tekjustofnar til að geta rækt menningarlegt hlutverk sitt myndarlega. Helst vildi ég sjá að það yrði gert rausnarlega af fjárlögum. Stundum virðist líka sem allt snúist eingöngu um að hætt verði að innheimta afnotagjöld og að til þess að þau hverfi megi jafnvel selja Ríkisútvarpið. Þá vill gjarnan gleymast að í löndunum í kringum okkur er alls staðar rekið öflugt ríkisútvarp og þykir sjálfsagt og eðlilegt. Það sem ég vil ekki sjá... ...er að breyta eigi Ríkisútvarpinu í hlutafélag. Hvergi hafa heyrst gild rök fyrir því hvers vegna ætti að breyta Ríkisútvarpinu í hlutafélag. Þó hefur heyrst að það yrði til að liðka fyrir rekstrinum ef RÚV yrði hlutafélag í eigu ríkisins því þá gæti stofnunin brugðist skjótt við samkeppni og verið skjót til ákvarðana. Ég spyr á móti: Hvað er því til fyrirstöðu að stofnun sé breytt þannig að hún bregðist skjótt við samkeppni þó svo að hún sé ekki gerð að hlutafélagi? Í hlutafélagi felst hins vegar að til greina kæmi að selja það hlutafélag. Það er óhætt að segja að fordæmin séu slæm ef um er að ræða hlutafélag í eigu ríkisins, því það er og hefur verið stefna ríkisstjórnarinnar að einkavæða þau. Minnsta vísbending í þá átt er að mati okkar sem stöndum að Hollvinasamtökum RÚV beinlínis hættuleg fyrir íslenska menningu, fyrir öryggi landsmanna og ekki síst fyrir fjölmiðla landsins með tilliti til ríkjandi samþjöppunar í þeim geira. Lýðræðisþróun í landinu er hætta búin ef frjálst Ríkisútvarp verður lagt af sem stofnun í eigu þjóðarinnar allrar. ...er að pólitískt ægivald ríki yfir Ríkisútvarpinu, yfirstjórn þess þarf að vera eins lýðræðisleg og kostur er til að það geti gegnt hlutverki sínu sem þjóðarútvarp. ...er að landsbyggðarútvarp Ríkisútvarpsins (Rás 2) verði lagt af, eða starfsemi þess dregin saman. Umfram allt óska ég mér þess að nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið efli það og tryggi því þann sess að það verði áfram þjóðarútvarp í almannaeign og hornsteinn menningar og lýðræðis í landinu. Höfundur er formaður Hollvinasamtaka Ríkisútvarpsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Senn leggur menntamálaráðherra fram nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið. Mikilvægi stofnunarinnar þarf að virða og tryggja að hún skuli hafa varanlegan sess sem menningarstofnun og almannaútvarp í eigu allra landsmanna. Það sem ég vil sjá... ... er að frumvarpið sýni almennan skilning á sérstöðu Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaðnum. Ríkisútvarpinu ber samkvæmt lögum að gæta óhlutdrægni, vernda skoðanafrelsi og halda uppi fjölbreyttum skoðunum. Ríkisútvarpið er eina útvarpsstöðin sem hefur þetta lögbundna hlutverk og því er brýnt að standa vörð um það. ...er að í frumvarpinu verði hnykkt á þeirri skyldu Ríkisútvarpsins að efla íslenska dagskrárgerð og Ríkisútvarpinu gert það kleift að framleiða miklu meira innlent efni en nú er gert. Meginhlutverk Ríkisútvarpsins á að vera metnaðarfull innlend dagskrárgerð og að standa vörð um tunguna og menninguna. Það er forsenda þess að við viljum hafa ríkisrekinn fjölmiðil og það er þjónusta sem íslenska þjóðin vill og á rétt á. ...er að í frumvarpinu verði lagðar til breytingar á lögum um Ríkisútvarpið sem fælu í sér að komið væri á breiðari yfirstjórn, annars vegar til að renna styrkari stoðum undir rekstur Ríkisútvarpsins og hins vegar til að efla lýðræðislega stjórn þess til dæmis með beinni þátttöku starfsmanna, fulltrúa félagasamtaka og kjörinna fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi í yfirstjórn stofnunarinnar, en þeir ráði þó ekki í krafti meirihlutavalds sem endurspeglar ríkisstjórn, eins og nú er. ...er að Ríkisútvarpinu verði tryggðir traustir tekjustofnar til að geta rækt menningarlegt hlutverk sitt myndarlega. Helst vildi ég sjá að það yrði gert rausnarlega af fjárlögum. Stundum virðist líka sem allt snúist eingöngu um að hætt verði að innheimta afnotagjöld og að til þess að þau hverfi megi jafnvel selja Ríkisútvarpið. Þá vill gjarnan gleymast að í löndunum í kringum okkur er alls staðar rekið öflugt ríkisútvarp og þykir sjálfsagt og eðlilegt. Það sem ég vil ekki sjá... ...er að breyta eigi Ríkisútvarpinu í hlutafélag. Hvergi hafa heyrst gild rök fyrir því hvers vegna ætti að breyta Ríkisútvarpinu í hlutafélag. Þó hefur heyrst að það yrði til að liðka fyrir rekstrinum ef RÚV yrði hlutafélag í eigu ríkisins því þá gæti stofnunin brugðist skjótt við samkeppni og verið skjót til ákvarðana. Ég spyr á móti: Hvað er því til fyrirstöðu að stofnun sé breytt þannig að hún bregðist skjótt við samkeppni þó svo að hún sé ekki gerð að hlutafélagi? Í hlutafélagi felst hins vegar að til greina kæmi að selja það hlutafélag. Það er óhætt að segja að fordæmin séu slæm ef um er að ræða hlutafélag í eigu ríkisins, því það er og hefur verið stefna ríkisstjórnarinnar að einkavæða þau. Minnsta vísbending í þá átt er að mati okkar sem stöndum að Hollvinasamtökum RÚV beinlínis hættuleg fyrir íslenska menningu, fyrir öryggi landsmanna og ekki síst fyrir fjölmiðla landsins með tilliti til ríkjandi samþjöppunar í þeim geira. Lýðræðisþróun í landinu er hætta búin ef frjálst Ríkisútvarp verður lagt af sem stofnun í eigu þjóðarinnar allrar. ...er að pólitískt ægivald ríki yfir Ríkisútvarpinu, yfirstjórn þess þarf að vera eins lýðræðisleg og kostur er til að það geti gegnt hlutverki sínu sem þjóðarútvarp. ...er að landsbyggðarútvarp Ríkisútvarpsins (Rás 2) verði lagt af, eða starfsemi þess dregin saman. Umfram allt óska ég mér þess að nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið efli það og tryggi því þann sess að það verði áfram þjóðarútvarp í almannaeign og hornsteinn menningar og lýðræðis í landinu. Höfundur er formaður Hollvinasamtaka Ríkisútvarpsins.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun