Áhyggjulaust ævikvöld orðið að martröð 25. nóvember 2005 06:00 Ég hef um alllangt skeið fylgst með baráttumálum aldraðra. Þeir sem hafa verið í forsvari fyrir þeim hópi hafa látið vel í sér heyra og m.a. rætt við ráðamenn ríkisstjórnarinnar og sýnt fram á þá skerðingu sem aldraðir og öryrkjar hafa mátt þola í langan tíma, en alltaf talað fyrir daufum eyrum. Núverandi ríkisstjórn breytti lögum um málefni aldraðra árið 1995. Lögin sögðu að bætur til þessara hópa skuli fylgja kaupgjaldsvísitölu en ekki launavísitölu eins og var áður.Þetta leiddi til þess að kjör þessara hópa hafa verið stórskert eftir þessar breytingar. Skattleysismörkin eru alltof lág eða alls 75.062 krónur, en væru 102.472 ef ekki hefði verið hreyft við vísitölunni á sínum tíma. Kerfið eins og það er uppbyggt í dag hegnir miskunnarlaust þeim sem hafa farið að lögum og greitt í lífeyrissjóð. Sá sem aftur á móti hefur svikist um og greitt í staðinn inn á bankabók eða keypt sér verðbréf stendur miklu betur að vígi. Hann tekur sparnað sinn út og greiðir aðeins 10 prósent fjármagnstekjuskatt meðan hin þjóðin (það eru tvær þjóðir í þessu landi) greiðir 38 prósent skatt. Það má einnig benda á tekjutengingarnar og takmarkanirnar sem óspart eru notaðar á ellilífeyrisþega og öryrkja. Ég vil benda öllum á sem greitt hafa í aukalífeyrissparnað að taka hann allan út fyrir 67 ára aldur og ávaxta sjálf á þann hátt sem hver vill. Fullan skatt verður að borga af þessu strax en þá er maður laus við skerðinguna sem verður hjá Tryggingastofnun ríkisins þegar þar að kemur. Ég lenti sjálf í því að taka þennan sparnað of seint út og sýp seyðið af því nú. Er ekki kominn tími til að einfalda þennan óskiljanlega frumskóg sem tryggingakerfið er nú. Á síðustu árum er svo oft búið að breyta lögum um málefni aldraðra að þetta er orðið að einum hrærigraut. Nú nýlega þegar aðilar vinnumarkaðarins gengu frá samkomulagi um eingreiðslu 26.000 kr. ákvað ríkisstjórnin að þeir sem væru á atvinnuleysisbótum, örorkubótum og ellilífeyrisþegar skuli einnig fá þessar greiðslur, það er að segja þeir sem eru með óskerta tekjutryggingu. Í dag eru um 300 manns á öllu landinu með óskerta tekjutryggingu, það eru þeir sem fá ekkert úr lífeyrissjóði. Lífeyrissjóður Suðurnesja (nú Suðurlands) sendi sjóðsfélögum nýverið bréf um skerðingu upp á 16 prósent sem gildir frá 1.október. Þann 1. janúar á þessu ári skerti sjóðurinn bæturnar um 5 prósent. Samtals er þetta 21 prósent skerðing á árinu. Þeir sem eru að fá greiðslur úr sjóðnum í dag finna óþyrmilega fyrir því þegar svona miskunnarlaust og án fyrirvara er vegið að afkomu fólks. Áhyggjulausa ævikvöldið fyrir aldraða sem talað er um á tyllidögum er orðið að martröð. Var ekki sagt í haust á alþingi þegar uppgötvaðist um klúðrið á lögum um eftirlaunafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir alþingismenn, að það mætti ekki skerða alþingismenn sem nú þegar væru farnir að fá eftirlaunagreiðslur? Það gilda víst aðrar reglur á þeim bæ! Höfundur er lífeyrisþegi í Lífeyrissjóði Suðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Ég hef um alllangt skeið fylgst með baráttumálum aldraðra. Þeir sem hafa verið í forsvari fyrir þeim hópi hafa látið vel í sér heyra og m.a. rætt við ráðamenn ríkisstjórnarinnar og sýnt fram á þá skerðingu sem aldraðir og öryrkjar hafa mátt þola í langan tíma, en alltaf talað fyrir daufum eyrum. Núverandi ríkisstjórn breytti lögum um málefni aldraðra árið 1995. Lögin sögðu að bætur til þessara hópa skuli fylgja kaupgjaldsvísitölu en ekki launavísitölu eins og var áður.Þetta leiddi til þess að kjör þessara hópa hafa verið stórskert eftir þessar breytingar. Skattleysismörkin eru alltof lág eða alls 75.062 krónur, en væru 102.472 ef ekki hefði verið hreyft við vísitölunni á sínum tíma. Kerfið eins og það er uppbyggt í dag hegnir miskunnarlaust þeim sem hafa farið að lögum og greitt í lífeyrissjóð. Sá sem aftur á móti hefur svikist um og greitt í staðinn inn á bankabók eða keypt sér verðbréf stendur miklu betur að vígi. Hann tekur sparnað sinn út og greiðir aðeins 10 prósent fjármagnstekjuskatt meðan hin þjóðin (það eru tvær þjóðir í þessu landi) greiðir 38 prósent skatt. Það má einnig benda á tekjutengingarnar og takmarkanirnar sem óspart eru notaðar á ellilífeyrisþega og öryrkja. Ég vil benda öllum á sem greitt hafa í aukalífeyrissparnað að taka hann allan út fyrir 67 ára aldur og ávaxta sjálf á þann hátt sem hver vill. Fullan skatt verður að borga af þessu strax en þá er maður laus við skerðinguna sem verður hjá Tryggingastofnun ríkisins þegar þar að kemur. Ég lenti sjálf í því að taka þennan sparnað of seint út og sýp seyðið af því nú. Er ekki kominn tími til að einfalda þennan óskiljanlega frumskóg sem tryggingakerfið er nú. Á síðustu árum er svo oft búið að breyta lögum um málefni aldraðra að þetta er orðið að einum hrærigraut. Nú nýlega þegar aðilar vinnumarkaðarins gengu frá samkomulagi um eingreiðslu 26.000 kr. ákvað ríkisstjórnin að þeir sem væru á atvinnuleysisbótum, örorkubótum og ellilífeyrisþegar skuli einnig fá þessar greiðslur, það er að segja þeir sem eru með óskerta tekjutryggingu. Í dag eru um 300 manns á öllu landinu með óskerta tekjutryggingu, það eru þeir sem fá ekkert úr lífeyrissjóði. Lífeyrissjóður Suðurnesja (nú Suðurlands) sendi sjóðsfélögum nýverið bréf um skerðingu upp á 16 prósent sem gildir frá 1.október. Þann 1. janúar á þessu ári skerti sjóðurinn bæturnar um 5 prósent. Samtals er þetta 21 prósent skerðing á árinu. Þeir sem eru að fá greiðslur úr sjóðnum í dag finna óþyrmilega fyrir því þegar svona miskunnarlaust og án fyrirvara er vegið að afkomu fólks. Áhyggjulausa ævikvöldið fyrir aldraða sem talað er um á tyllidögum er orðið að martröð. Var ekki sagt í haust á alþingi þegar uppgötvaðist um klúðrið á lögum um eftirlaunafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir alþingismenn, að það mætti ekki skerða alþingismenn sem nú þegar væru farnir að fá eftirlaunagreiðslur? Það gilda víst aðrar reglur á þeim bæ! Höfundur er lífeyrisþegi í Lífeyrissjóði Suðurlands.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun