Viðskipti innlent

Kaupir hlut í Morgunblaðinu

Rithöfundurinn og athafnamaðurinn Ólafur Jóhann Ólafsson bætist í hóp hluthafa Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins. Hann mun ásamt Straumi Burðarás, sem er undir forystu Björgólfs Thors Björgólfssonar, kaupa 34 prósenta hlut í Árvakri sem mun skiptast jafnt á milli þeirra, um sautján prósent á hvorn.

Hluthafar Árvakurs breyttu samþykktum félagsins og afnámu hömlur á meðferð hlutafjár í félaginu. Straumur og Ólafur Jóhann verða eftir viðskiptin í hópi stærstu hluthafa Árvakurs ásamt afkomendum Hallgríms Benediktssonar og fjölskyldu Huldu Valtýsdóttur.

Framhaldshluthafafundur verður í Árvakri í næstu viku og þar verður ný stjórn útgáfufélagsins kosinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×