Örar breytingar á fasteignamarkaði 3. nóvember 2005 06:00 Þeir eru til sem kenna Íbúðalánasjóði og þá einkum aðgerðum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum á síðasta ári (sem raunar leiddi af sér 1 prósent lækkun á langtímavöxtum) um þensluna í hagkerfinu. Það er að mínu mati mikil einföldun. Líklegt er að breytingar á skuldabréfaútgáfu Íbúðalánasjóðs sumarið 2004, breytt eignarhald bankanna og aukinn styrkur þeirra hafi flýtt fyrir þeirri þróun að bankar og sparisjóðir buðu upp á íbúðalán í samkeppni við Íbúðalánasjóð í ágúst 2004. Ljóst er að þeir voru misvel undir samkeppnina búnir en í ljósi yfirlýsinga banka og sparisjóða um mikilvægi útlána með fasteignaveði fyrir eignasafn þeirra og heildstæða þjónustu við viðskiptavini sína var ekki spurning um hvort heldur hvenær bankar og sparisjóðir gerðu sig gildandi á íbúðalánamarkaði. Í þessu sambandi má minna á að ríkisstjórnin fyrirhugaði að innleiða 90 prósent húsnæðislán ÍLS í áföngum á kjörtímabilinu sem breyttist við innkomu banka og sparisjóða á markaðinn. Það er því ljóst að ábyrgð banka og sparisjóða sem riðu á vaðið, með lán umfram þau hámörk sem ÍLS hafði sett sér, er mikil í þróun fasteignaverðs síðustu missera. Því til stuðnings má benda á að útlán Íbúðalánasjóðs í fyrra voru um 70 til 80 milljarðar króna sem er í takti við útlán sjóðsins undanfarin ár. Samtímis hafa útlán bankanna vegna húsnæðislána verið á bilinu 260 til 280 milljarðar króna. Sá málflutningur að Íbúðalánasjóður beri mesta ábyrgð á því að hér fari verðbólgan hækkandi er því hæpin. Eflaust á sjóðurinn sinn þátt í því en það verður hver að taka það sem hann á í þessum efnum og þar eru bankar og sparisjóðir engin undantekning. Hin mikla hækkun fasteignaverðs er að öllum líkindum skammtímaáhrif vegna þeirra breytinga sem átt hafa sér stað á íbúðalánamarkaði. Til lengri tíma litið mun markaðurinn leita jafnvægis líkt og í þeim ríkjum sem við miðum okkur við. Það sem veldur mér hins vegar áhyggjum er að einstaklingum virðist hafa verið hleypt of langt í útlánum bankanna í stríði þeirra við Íbúðalánasjóð. Því miður styðja tölur Ráðgjafastofu heimilanna um aukin vanskil fólks það. Ég hef hvatt fólk til að fara varlega í lántökum en því miður hefur það orðið svo að margir hafa notað þessi auknu húsnæðislán í beina neyslu. Hætt er við að timburmennirnir verði harkalegir hjá mörgum en vonandi fer fólk að staldra við og láta skynsemina ráða. Lánastofnanir virðast einnig vera að taka við sér og fagna ég því að Landsbankinn er búinn að lækka lánshlutfall sitt og grípur hann til þeirra aðgerða til að draga úr hættu á því að viðskiptavinir bankans lendi í þeirri stöðu að lán þeirra verði hærri en markaðsverðmæti eignarinnar. Vonandi mun markaðurinn fljótlega ná jafnvægi og hafa hjaðnandi áhrif á verðbólguna. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir eru til sem kenna Íbúðalánasjóði og þá einkum aðgerðum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum á síðasta ári (sem raunar leiddi af sér 1 prósent lækkun á langtímavöxtum) um þensluna í hagkerfinu. Það er að mínu mati mikil einföldun. Líklegt er að breytingar á skuldabréfaútgáfu Íbúðalánasjóðs sumarið 2004, breytt eignarhald bankanna og aukinn styrkur þeirra hafi flýtt fyrir þeirri þróun að bankar og sparisjóðir buðu upp á íbúðalán í samkeppni við Íbúðalánasjóð í ágúst 2004. Ljóst er að þeir voru misvel undir samkeppnina búnir en í ljósi yfirlýsinga banka og sparisjóða um mikilvægi útlána með fasteignaveði fyrir eignasafn þeirra og heildstæða þjónustu við viðskiptavini sína var ekki spurning um hvort heldur hvenær bankar og sparisjóðir gerðu sig gildandi á íbúðalánamarkaði. Í þessu sambandi má minna á að ríkisstjórnin fyrirhugaði að innleiða 90 prósent húsnæðislán ÍLS í áföngum á kjörtímabilinu sem breyttist við innkomu banka og sparisjóða á markaðinn. Það er því ljóst að ábyrgð banka og sparisjóða sem riðu á vaðið, með lán umfram þau hámörk sem ÍLS hafði sett sér, er mikil í þróun fasteignaverðs síðustu missera. Því til stuðnings má benda á að útlán Íbúðalánasjóðs í fyrra voru um 70 til 80 milljarðar króna sem er í takti við útlán sjóðsins undanfarin ár. Samtímis hafa útlán bankanna vegna húsnæðislána verið á bilinu 260 til 280 milljarðar króna. Sá málflutningur að Íbúðalánasjóður beri mesta ábyrgð á því að hér fari verðbólgan hækkandi er því hæpin. Eflaust á sjóðurinn sinn þátt í því en það verður hver að taka það sem hann á í þessum efnum og þar eru bankar og sparisjóðir engin undantekning. Hin mikla hækkun fasteignaverðs er að öllum líkindum skammtímaáhrif vegna þeirra breytinga sem átt hafa sér stað á íbúðalánamarkaði. Til lengri tíma litið mun markaðurinn leita jafnvægis líkt og í þeim ríkjum sem við miðum okkur við. Það sem veldur mér hins vegar áhyggjum er að einstaklingum virðist hafa verið hleypt of langt í útlánum bankanna í stríði þeirra við Íbúðalánasjóð. Því miður styðja tölur Ráðgjafastofu heimilanna um aukin vanskil fólks það. Ég hef hvatt fólk til að fara varlega í lántökum en því miður hefur það orðið svo að margir hafa notað þessi auknu húsnæðislán í beina neyslu. Hætt er við að timburmennirnir verði harkalegir hjá mörgum en vonandi fer fólk að staldra við og láta skynsemina ráða. Lánastofnanir virðast einnig vera að taka við sér og fagna ég því að Landsbankinn er búinn að lækka lánshlutfall sitt og grípur hann til þeirra aðgerða til að draga úr hættu á því að viðskiptavinir bankans lendi í þeirri stöðu að lán þeirra verði hærri en markaðsverðmæti eignarinnar. Vonandi mun markaðurinn fljótlega ná jafnvægi og hafa hjaðnandi áhrif á verðbólguna. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar