Hvert á að stefna og hver á að stjórna? - Birgir Finnbogason 3. nóvember 2005 06:00 Þeirri staðhæfingu er oft haldið fram að ferskur andblær komi með nýju og ekki síst ungu fólki. Einkum heyrist þetta þegar menn vilja komast til valda og reyna með þessari fullyrðingu að fylkja liði í kringum sig. Víst er það að oft er nauðsynlegt að skipta út forystu, en það verður ávallt að hafa í huga hver tilgangurinn er og hvaða markmiðum á að ná. Að sjálfsögðu þarf sá sem til forystu er valinn að hafa fleiri kosti en þá að vera "nýr" og ungur. Hann þarf að hafa tiltrú samverkamanna sinna og hafa burði til að yfirstíga þær hindranir sem í vegi verða. Því er það ekki alltaf svo að hinn "nýi" og "ferski" leiðtogi sé heppilegastur. Leiðtoginn þarf að hafa hæfileika til að vinna sínum hugmyndum fylgi, hafa traust, geta drifið fólk með sér og hafa styrk til að taka erfiðar ákvarðanir. Leiðtoginn getur ekki alltaf ráðið því hverjir veljast með honum til að stjórna. Það á bæði við þegar hópur fólks er valinn á framboðslista stjórnmálaflokka og einnig á þetta við hjá félögum í einkarekstri. Það er tekist á um það hver eða hverjir fái að draga vagninn og hvaða leiðir eða stefnu skuli taka til að ná settum markmiðum. Samhentur hópur æðstu stjórnenda er líklegri til að ná góðum árangri en ósamstíga hópur sem þarf að una málamiðlunum í mörgum mikilvægum málum. En það að þessir kjörnu aðilar geti unnið saman dugar ekki eitt og sér til að ná settu marki. Það þarf stjórnendur til að framfylgja stefnunni. Stjórnendur sem hafa skilning á þeirri stefnu og markmiðum sem hinir kjörnu aðilar hafa sett. Stundum virðist sem stjórnendum takist ekki að skilja þá stefnu sem hefur verið boðuð, séu ósammála henni eða hafi ekki getu til að framfylgja henni. Þá skiptir máli að þeir sem kjörnir eru til forystunnar greini þá veikleika strax og geri nauðsynlegar breytingar í stjórnendaliði sínu. Þá reynir á hæfni leiðtogans, hvort sem hún byggir á áunninni þekkingu vegna langrar reynslu, lærðri þekkingu eða meðfæddu innsæi. Yfirleitt þvælist það ekki fyrir leiðtogum fyrirtækjum í einkarekstri að taka nauðsynlegar ákvarðanir í þessum efnum. En það virðist oft erfiðara og viðkvæmara þegar um opinbera aðila er að ræða. Því er líklegt að yfirgripsmikil þekking á því umhverfi sem kjörinn fulltrúi til opinbera starfa hefur gefi honum forskot sem eðlilegt er að taka tillit til þegar um val á leiðtoga er að ræða. Höfundur er endurskoðandi og formaður Íþróttafélagsins Fylkis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Þeirri staðhæfingu er oft haldið fram að ferskur andblær komi með nýju og ekki síst ungu fólki. Einkum heyrist þetta þegar menn vilja komast til valda og reyna með þessari fullyrðingu að fylkja liði í kringum sig. Víst er það að oft er nauðsynlegt að skipta út forystu, en það verður ávallt að hafa í huga hver tilgangurinn er og hvaða markmiðum á að ná. Að sjálfsögðu þarf sá sem til forystu er valinn að hafa fleiri kosti en þá að vera "nýr" og ungur. Hann þarf að hafa tiltrú samverkamanna sinna og hafa burði til að yfirstíga þær hindranir sem í vegi verða. Því er það ekki alltaf svo að hinn "nýi" og "ferski" leiðtogi sé heppilegastur. Leiðtoginn þarf að hafa hæfileika til að vinna sínum hugmyndum fylgi, hafa traust, geta drifið fólk með sér og hafa styrk til að taka erfiðar ákvarðanir. Leiðtoginn getur ekki alltaf ráðið því hverjir veljast með honum til að stjórna. Það á bæði við þegar hópur fólks er valinn á framboðslista stjórnmálaflokka og einnig á þetta við hjá félögum í einkarekstri. Það er tekist á um það hver eða hverjir fái að draga vagninn og hvaða leiðir eða stefnu skuli taka til að ná settum markmiðum. Samhentur hópur æðstu stjórnenda er líklegri til að ná góðum árangri en ósamstíga hópur sem þarf að una málamiðlunum í mörgum mikilvægum málum. En það að þessir kjörnu aðilar geti unnið saman dugar ekki eitt og sér til að ná settu marki. Það þarf stjórnendur til að framfylgja stefnunni. Stjórnendur sem hafa skilning á þeirri stefnu og markmiðum sem hinir kjörnu aðilar hafa sett. Stundum virðist sem stjórnendum takist ekki að skilja þá stefnu sem hefur verið boðuð, séu ósammála henni eða hafi ekki getu til að framfylgja henni. Þá skiptir máli að þeir sem kjörnir eru til forystunnar greini þá veikleika strax og geri nauðsynlegar breytingar í stjórnendaliði sínu. Þá reynir á hæfni leiðtogans, hvort sem hún byggir á áunninni þekkingu vegna langrar reynslu, lærðri þekkingu eða meðfæddu innsæi. Yfirleitt þvælist það ekki fyrir leiðtogum fyrirtækjum í einkarekstri að taka nauðsynlegar ákvarðanir í þessum efnum. En það virðist oft erfiðara og viðkvæmara þegar um opinbera aðila er að ræða. Því er líklegt að yfirgripsmikil þekking á því umhverfi sem kjörinn fulltrúi til opinbera starfa hefur gefi honum forskot sem eðlilegt er að taka tillit til þegar um val á leiðtoga er að ræða. Höfundur er endurskoðandi og formaður Íþróttafélagsins Fylkis.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun