Erlent

Skattayfirvöld íhuga lögsókn

Engar áhyggjur. Berlusconi virtist í sólskinsskapi á leiðtogafundi ESB sem haldinn var á Englandi í vikunni.
Engar áhyggjur. Berlusconi virtist í sólskinsskapi á leiðtogafundi ESB sem haldinn var á Englandi í vikunni.

Ítalskur dómari íhugar nú hvort ákæra eigi Silvio Berlusconi, forsætisráðherra landsins, fyrir skattsvik og aðra glæpi. Verði Berlusconi ákærður fara réttarhöldin að líkindum fram í vor, eða á svipuðum tíma og kosningar verða haldnar í landinu.

Ásakanirnar beinast að fjölmiðlaveldi Berlusconi, Mediaset, en sjónvarpsstöðvum þess er gefið að sök að hafa keypt réttindi að sjónvarpsefni í gegnum fyrirtæki sem hafa höfuðstöðvar í svonefndum skattapardísum. Berlusconi hefur neitað öllum ásökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×