Erlent

Mótmæla skerðingu á veikindalaunum

Starfsmenn almenningssamgangna á Ítalíu mættu ekki til vinnu í dag, en með því voru þeir að mótmæla fyrirhugaðri skerðingu á greiðslum í veikindafrí. Ferðir strætisvagna, sporvagna og neðanjarðarlesta hafa legið niðri mestan hluta dags í mörgum borgum á Ítalíu og hafa orðið miklar umferðartafir í miðbæjum margra borga þar sem bílaumferð er mun meiri en venjulega. Forráðamenn samgöngufyrirtækja ákváðu að draga úr greiðslum til starfsmanna í veikindafríi þar sem framlög til almenningsamgangna á árinu verða lægri en búist hafði verið við, en forráðamennirnir segja að greiðslur til starfsmanna í veikindafríi geti orðið hærri en þeirra sem mæta til vinnu. Þessu mótmæla verkalýðsfélög og segja að verið sé að refsa fólki fyrir að vera veikt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×