Viðskipti innlent

Stórkaup eftir vikustarf

Benedikt Olgeirsson og Reimar Pétursson, sem voru ráðnir sem framkvæmdastjórar í Atorku Group fyrir viku síðan, hafa samanlagt keypt bréf í félaginu fyrir um 424 milljónir króna að markaðsvirði. Kaupin eru gerð í gegnum eignarhaldsfélög í þeirra eigu. Það er Atorka sem selur eigin bréf á genginu 6,05 sem er fimm prósentum yfir síðasta viðskiptagengi. Þeim er skylt að eiga bréfin í eitt til þrjú ár en samhliða kaupunum var þeim veittur söluréttur á öllum bréfunum sem ver þá gegn tapi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×