Skiptar skoðanir: Á að leyfa vændi? 13. júní 2004 00:01 Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vistri Grænna og Friðbjörn Orri Ketilsson, framkvæmdastjóri Frjálshyggjufélagsins skiptast á skoðunum um vændi. Katrín Jakobsdóttir: Þegar því er haldið fram að vændi sé góð og gild atvinnugrein og enginástæða sé til að banna það, gleymist oft að horfa á heildarmyndina. Íþessu máli þarf að kafa dýpra og ekki nægir að spyrja einfaldlega hvortfólk eigi að hafa leyfi til að selja líkama sinn eins og aðrar eignirsínar.Það má til dæmis ekki gleyma því að vændi er sjaldnast val. Fá ungmennihugsa: "Jæja, hvort á ég nú að verða pípari, íslenskufræðingur eða hóra?"og ákveða svo að það sé víst mesti peningurinn í vændinu.Þeir sem stunda vændi hafa yfirleitt leiðst út í það úr sárri neyð og líður sjaldnast vel í starfi. Það er ekki vel borgað og flestum þeim sem selja sig, hvort sem það eru karlmenn eða konur, líður afar illa. Erfitt er því að tala um að vændi sé réttur einstaklingsins til að "fá að selja sig" þar sem þetta er yfirleitt örþrifaráð sem enginn grípur til að gamni sínu. Sem stendur er ólöglegt að selja sig en kaupin á þjónustunni eru hinsvegar ekki ólögleg. Nú liggur fyrir frumvarp um að kaup á vændi verði gerð ólögleg sem væri framþróun frá núverandi lagaumhverfi þar sem kaupandinnber enga ábyrgð.Friðbjörn Orri Ketilsson:Rangt er að þvinga frjálsa einstaklinga til að gera eitthvað sem þeir ekki samþykkja. Rangt er að banna öðrum að velja ef val þeirra skaðar ekki aðra. Frelsið er hornsteinn þess að allir fái notið hæfileika sinna og geti gert það sem þeir sjálfir kjósa til að tryggja velferð sína í framtíðinni. Það er ekki hlutverk ríkisvaldsins að setja siðferðisreglur og ákveða fyrir fólk hvað sé gáfulegt og hvað ekki. Hlutverk ríkisvaldsins er að vernda rétt einstaklinganna til lífs, frelsis og eigna gegn ágangi annarra.Augljóslega er rangt er að neyða fólk til kynlífs gegn greiðslu á sama hátt og rangt er að neyða fólk til búðarstarfa gegn greiðslu. Það er ekki verknaðurinn sjálfur sem er slæmur heldur þvingunin. Það er hún sem berjast þarf gegn. Kynlíf gegn greiðslu þar sem allir aðilar máls eru samþykkir skaðar engan og á því ekki að vera bönnuð. Þar er um frjálst val einstaklinga að ræða, frjálst val sem okkur ber að virða óháð ríkjandi gildismati meirihlutans á hverjum tíma eða tísku.Besta leiðin til að sporna við nauðung á tilteknu sviði er að viðurkenna starfsemina og hleypa henni upp á yfirborðið svo að ofbeldi sé ekki lausn samningsbrota heldur eðlileg málsmeðferð fyrir dómsstólum. Ef kynlíf gegn greiðslu væri löglegt drægi einnig mjög úr svonefndu mannsali þar sem fyrirtæki í löglegum rekstri gætu ekki beitt starfsmenn sína ofbeldi og þvingunum þar sem slíkt er ólöglegt. Samkeppni um vinnuaflið mun svo bæta hag þeirra sem í greininni starfa rétt eins og á öðrum sviðum atvinnulífsins. Frelsið er lausnin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vistri Grænna og Friðbjörn Orri Ketilsson, framkvæmdastjóri Frjálshyggjufélagsins skiptast á skoðunum um vændi. Katrín Jakobsdóttir: Þegar því er haldið fram að vændi sé góð og gild atvinnugrein og enginástæða sé til að banna það, gleymist oft að horfa á heildarmyndina. Íþessu máli þarf að kafa dýpra og ekki nægir að spyrja einfaldlega hvortfólk eigi að hafa leyfi til að selja líkama sinn eins og aðrar eignirsínar.Það má til dæmis ekki gleyma því að vændi er sjaldnast val. Fá ungmennihugsa: "Jæja, hvort á ég nú að verða pípari, íslenskufræðingur eða hóra?"og ákveða svo að það sé víst mesti peningurinn í vændinu.Þeir sem stunda vændi hafa yfirleitt leiðst út í það úr sárri neyð og líður sjaldnast vel í starfi. Það er ekki vel borgað og flestum þeim sem selja sig, hvort sem það eru karlmenn eða konur, líður afar illa. Erfitt er því að tala um að vændi sé réttur einstaklingsins til að "fá að selja sig" þar sem þetta er yfirleitt örþrifaráð sem enginn grípur til að gamni sínu. Sem stendur er ólöglegt að selja sig en kaupin á þjónustunni eru hinsvegar ekki ólögleg. Nú liggur fyrir frumvarp um að kaup á vændi verði gerð ólögleg sem væri framþróun frá núverandi lagaumhverfi þar sem kaupandinnber enga ábyrgð.Friðbjörn Orri Ketilsson:Rangt er að þvinga frjálsa einstaklinga til að gera eitthvað sem þeir ekki samþykkja. Rangt er að banna öðrum að velja ef val þeirra skaðar ekki aðra. Frelsið er hornsteinn þess að allir fái notið hæfileika sinna og geti gert það sem þeir sjálfir kjósa til að tryggja velferð sína í framtíðinni. Það er ekki hlutverk ríkisvaldsins að setja siðferðisreglur og ákveða fyrir fólk hvað sé gáfulegt og hvað ekki. Hlutverk ríkisvaldsins er að vernda rétt einstaklinganna til lífs, frelsis og eigna gegn ágangi annarra.Augljóslega er rangt er að neyða fólk til kynlífs gegn greiðslu á sama hátt og rangt er að neyða fólk til búðarstarfa gegn greiðslu. Það er ekki verknaðurinn sjálfur sem er slæmur heldur þvingunin. Það er hún sem berjast þarf gegn. Kynlíf gegn greiðslu þar sem allir aðilar máls eru samþykkir skaðar engan og á því ekki að vera bönnuð. Þar er um frjálst val einstaklinga að ræða, frjálst val sem okkur ber að virða óháð ríkjandi gildismati meirihlutans á hverjum tíma eða tísku.Besta leiðin til að sporna við nauðung á tilteknu sviði er að viðurkenna starfsemina og hleypa henni upp á yfirborðið svo að ofbeldi sé ekki lausn samningsbrota heldur eðlileg málsmeðferð fyrir dómsstólum. Ef kynlíf gegn greiðslu væri löglegt drægi einnig mjög úr svonefndu mannsali þar sem fyrirtæki í löglegum rekstri gætu ekki beitt starfsmenn sína ofbeldi og þvingunum þar sem slíkt er ólöglegt. Samkeppni um vinnuaflið mun svo bæta hag þeirra sem í greininni starfa rétt eins og á öðrum sviðum atvinnulífsins. Frelsið er lausnin.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun