Endalaus innflutningur 13. júní 2004 00:01 Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur. Viðskiptahalli mældist á fyrsta ársfjórðungi um 13 milljarða króna samkvæmt uppgjöri Seðlabankans. Þetta er ríflega 10 milljarða meiri halli en á sama tíma í fyrra og má rekja aukninguna að hluta til þess að innflutningur er að aukast mun hraðar en útflutningur og á það bæði við um vörur og þjónustu. Það er ekkert óeðlilegt að innflutningur aukist í uppsveiflu og almennt sveiflast innflutningur meira en hagvöxtur. Þrír mánuðir eru reyndar stuttur tími og því verður að varast að oftúlka hreyfingar á svo stuttum tíma, en ýmsar upplýsingar leynast þó í tölum um vöruinnflutning á fyrstu þremur mánuðum ársins. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs var vöruinnflutningur 18% meiri að raungildi en á sama tíma í fyrra samkvæmt upplýsingum Hagstofu. Hluta þessarar aukningar má rekja til virkjanaframkvæmda á Austurlandi, enda hefur innflutningur á fjárfestingarvörum aukist um ríflega 35%. En hvað um innflutningsvörur aðrar en til stóriðjuframkvæmda? Innflutningur á neysluvörum hefur aukist langt umfram aukningu tekna á þessu tímabili. Þannig hefur kaupmáttur launa aukist á fyrsta ársfjórðungi um tæplega 1½% miðað við sama tíma í fyrra. Innflutningur á neysluvörum hefur á hinn bóginn aukist um nálægt 15%. Mest ber á innflutningi á fólksbifreiðum sem hefur aukist að verðmæti um fjórðung frá 2003. Fjöldi skráðra bifreiða á sama tíma jókst um tæplega 20%. Þetta gæti bent til þess að við séum að kaupa dýrari bíla en áður. Við höldum áfram að kaupa heimilistæki, en innflutningur á þeim jókst um 20% á fyrsta ársfjórðungi og innflutningur á fatnaði jókst um 10%. En fleira vekur athygli. Þannig hefur innflutningur á matvörum aukist um 15% frá því í fyrra. Þetta er mikil aukning þar sem almennt má búast við að þessi liður vaxi jafnt og þétt. Nokkrar skýringar má finna, en saman skýra þær þó ekki allan þennan vöxt. Til dæmis voru páskar aðeins fyrr á ferðinni í ár og má því sjá innflutning vegna páskanna að mestu á þessu ári en aðeins að hluta í fyrra. Þá má gera ráð fyrir því að erlendir verkamenn við virkjanaframkvæmdir standi undir hluta aukningarinnar. En ef innflutningur á neysluvörum eykst um 15% á sama tíma og kaupmáttur eykst um 1½%, hvað þýðir það um afkomu heimilanna? Ef allt sem er innflutt er selt og ef sala á innlendum vörum minnkar ekki að sama skapi, þá þýðir þetta að skuldir heimilanna eru enn að aukast, en á árinu 2003 voru þær metnar 180% af ráðstöfunartekjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur. Viðskiptahalli mældist á fyrsta ársfjórðungi um 13 milljarða króna samkvæmt uppgjöri Seðlabankans. Þetta er ríflega 10 milljarða meiri halli en á sama tíma í fyrra og má rekja aukninguna að hluta til þess að innflutningur er að aukast mun hraðar en útflutningur og á það bæði við um vörur og þjónustu. Það er ekkert óeðlilegt að innflutningur aukist í uppsveiflu og almennt sveiflast innflutningur meira en hagvöxtur. Þrír mánuðir eru reyndar stuttur tími og því verður að varast að oftúlka hreyfingar á svo stuttum tíma, en ýmsar upplýsingar leynast þó í tölum um vöruinnflutning á fyrstu þremur mánuðum ársins. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs var vöruinnflutningur 18% meiri að raungildi en á sama tíma í fyrra samkvæmt upplýsingum Hagstofu. Hluta þessarar aukningar má rekja til virkjanaframkvæmda á Austurlandi, enda hefur innflutningur á fjárfestingarvörum aukist um ríflega 35%. En hvað um innflutningsvörur aðrar en til stóriðjuframkvæmda? Innflutningur á neysluvörum hefur aukist langt umfram aukningu tekna á þessu tímabili. Þannig hefur kaupmáttur launa aukist á fyrsta ársfjórðungi um tæplega 1½% miðað við sama tíma í fyrra. Innflutningur á neysluvörum hefur á hinn bóginn aukist um nálægt 15%. Mest ber á innflutningi á fólksbifreiðum sem hefur aukist að verðmæti um fjórðung frá 2003. Fjöldi skráðra bifreiða á sama tíma jókst um tæplega 20%. Þetta gæti bent til þess að við séum að kaupa dýrari bíla en áður. Við höldum áfram að kaupa heimilistæki, en innflutningur á þeim jókst um 20% á fyrsta ársfjórðungi og innflutningur á fatnaði jókst um 10%. En fleira vekur athygli. Þannig hefur innflutningur á matvörum aukist um 15% frá því í fyrra. Þetta er mikil aukning þar sem almennt má búast við að þessi liður vaxi jafnt og þétt. Nokkrar skýringar má finna, en saman skýra þær þó ekki allan þennan vöxt. Til dæmis voru páskar aðeins fyrr á ferðinni í ár og má því sjá innflutning vegna páskanna að mestu á þessu ári en aðeins að hluta í fyrra. Þá má gera ráð fyrir því að erlendir verkamenn við virkjanaframkvæmdir standi undir hluta aukningarinnar. En ef innflutningur á neysluvörum eykst um 15% á sama tíma og kaupmáttur eykst um 1½%, hvað þýðir það um afkomu heimilanna? Ef allt sem er innflutt er selt og ef sala á innlendum vörum minnkar ekki að sama skapi, þá þýðir þetta að skuldir heimilanna eru enn að aukast, en á árinu 2003 voru þær metnar 180% af ráðstöfunartekjum.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun