Erlent

Gíslataka og bankarán

Bankaræningjum í Norður-Írlandi tókst að flýja með með allt að 20 milljónir punda, eða tæpum 2,5 milljörðum króna, eftir eitt stærsta bankarán sögunnar, þegar Northern Bank var rændur. Að sögn lögreglu tóku þjófarnir fjölskyldur tveggja háttsettra stjórnenda sem gísla, og neyddu stjórnendurna til að aðstoða þá við ránið. Jafnhárri fjárhæð hefur ekki verið rænt úr banka síðan 1987, þegar 40 milljónum punda var rænt úr öryggisgeymslum í Knightsbridge í London. Fyrrum yfirmaður innan Scotland Yard, John OConnor, segir að staðið hafi verið að ráninu á mjög faglegan hátt, og gaf það í skyn að mjög trúlega stæðu aðilar innan IRA fyrir bankaráninu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×