Erlent

Heitir að auka öryggi

Jaques Chirac Frakklandsforseti hefur heitið því að auka öryggi á sjúkrahúsum landsins eftir morð á tveimur hjúkrunarfræðingum um helgina. Annar hjúkrunarfræðinganna var afhöfðaður og hinn skorinn á háls og segir Chirac að nú verði allir að leggjast á eitt til þess að vinna betur að öryggismálum á sjúkrahúsum, ekki síst þar sem geðsjúkir dvelja. Morðin hafa vakið gríðarlegan óhug í Frakklandi og vakið upp harðar umræður um hvort aðbúnaður starfsfólks á sjúkrahúsum í Frakklandi sé í lagi. Lögregla hefur yfirheyrt sex menn vegna morðanna, þar af þrjá fyrrverandi sjúklinga á sjúkrahúsinu, en án árangurs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×