Erlent

Rumsfeld skrifaði ekki ættingjum

Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir að skrifa ekki persónulega undir bréf sem send eru fjölskyldum fallinna hermanna. Rumsfeld lét sérstaka vél skrifa undir bréfin. "Guð minn góður! Það minnsta sem varnarmálaráðherra getur gert er að skrifa persónulega undir þessi bréf," segir Chuck Hagel, öldungardeildarþingmaður repúblikana. "Ef forseti landsins gefur sér tíma til að skrifa undir þessi bréf, af hverju getur varnarmálaráðherrann þá ekki gert það?" Eftir gagnrýnina hefur Rumsfeld ákveðið að skrifa sjálfur undir bréfin í framtíðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×