Erlent

Hrottaleg morð í Frakklandi

Tvær hjúkrunarkonur voru myrtar á hrottafenginn hátt á geðsjúkrahúsi í borginni Pau í Suður-Frakklandi á laugardag. Önnur konan var skorin á háls en hin var hálshöggvin og höfuð hennar sett upp á sjónvarpstæki, samkvæmt því sem kemur fram á vef BBC. Málið hefur vakið mikinn óhug um allt Frakkland. Lík kvennanna fundust í blóði drifnu herbergi á öldrunardeild geðsjúkrahússins. Önnur konan var fertug en hin 48 ára. Lögreglan hefur yfirheyrt fimm menn vegna málsins, fjóra flækinga í bænum og einn fyrrum sjúkling, en þeim hefur öllum verið sleppt. Morðvopnið hefur ekki fundist og ekkert virðist benda til þess að vistmenn á deildinni hafi myrt þær. Heilbrigðisráðherra landsins fundaði með fulltrúum starfsfólks úr heilbrigðisstétt í gær og hefur lofað að auka öryggi. Hagsmunasamtök starfsmanna á sjúkrahúsinu höfðu kvartað yfir fækkun starfsfólks og sögðu öryggi þess ábótavant fyrir vikið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×