Sport

Stórtap gegn Svíum

Íslenska kvennalandsliðið tapaði stórt gegn Svíum á Norðurlandamótinu í körfuknattleik sem fram fer í Finnlandi. Lokatölur leiksins urðu 99-66 en staðan í hálfleik var 51-26 sænsku stelpunum í vil. Ívar Ásgrímsson, þjálfari liðsins, var að vonum ósáttur með frammistöðuna: "Liðið mætti ekki tilbúið til leiks á meðan þær sænsku voru á útopnu og hittu rosalega vel. Við lögðum upp með að stoppa þær inni í teignum en þá hittu þær bara vel fyrir utan 3ja stiga línuna. Eftir hræðilegan fyrri hálfleik var sá seinni þó öllu skárri. Nú verðum við einfaldlega að hlaða batteríin fljótt og ná upp sigurviljanum fyrir leikinn gegn Dönum í kvöld Stigahæst hjá íslensku stelpunum var Signý Hermannsdóttir með 18 stig, Helena Sverrisdóttir var með 15 og þær Alda Leif Jónsdóttir og Erla Reynisdóttir skoruðu 7 stig hvor.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×