Sport

Úrslitin í Evrópuleikjunum í gær

Fernando Morientes skoraði bæði mörk Real Madríd gegn pólska liðinu Wisla Krakow í 2-0 sigri á útivelli. Shellbourne, KR-banarnir frá Írlandi, náðu markalaustu jafntefli gegn stórliði Deportivo la Coruna. Basel og Inter Milan gerðu 1-1 jafntefli í Sviss. Rauða Stjarnan sigraði PSV Eindhoven 3-2, Rosenborg vann nauman sigur á Maccabi Haifa frá Ísrael 2-1, Mónakó skellti Gorica frá Slóveníu 3-0 á útivelli, Shaktar Donetsk burstaði Club Brugge 4-1, Bayern Leverkusen kjöldró Banik Ostrava 5-0 og Ferencvaros lagði Spörtu Prag að velli 1-0. Síðari leikirnir verða eftir tvær vikur. Eins og fjallað var um á Vísi fyrr í morgun vann Manchester United Dynamó Búkarest 2-1 í Rúmeníu með mörkum Ryan Giggs og sjálfsmarki Alistairs. Mark Dynamó var sjálfsmark Quintons Fortunes.    



Fleiri fréttir

Sjá meira


×