Innlent

Sjötíu þúsund króna leikfang

Það þykir ekki mikið að borga 69.900 krónur fyrir nýjan, upphækkaðan sportbíl sem kemst upp í hundraðið á augabragði, nema þá helst ef um fjarstýrðan leikfangabíl er að ræða. Að sögn Katrínar Guðlaugsdóttir, starfsmanns Dótabúðarinnar í Smáralind, nýtur gripurinn töluverðra vinsælda og hafa allt upp í fjögur eintök selst á dag. Helst eru það fjölskyldufeður sem spyrjast fyrir um tryllitækið enda er ekki mælt með að börn leiki sér ein að því. Ekki fylgir sögunni hvort tryggja þurfti kaggann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×