Sport

Snorri og Guðjón 5. bestu

Snorri Steinn Guðjónsson hjá Grosswaldstadt var valinn 5. besti miðjumaðurinn í þýsku úrvalsdeildinni og Guðjón Valur Sigurðsson hjá Essen 5. besti rétthenti hornamaður deildarinnar. Þetta er niðurstaða þýska tímaritsins Handball Woche. Tólf bestu leikmenn í hverri stöðu voru valdir og komust tveir aðrir íslenskir landsliðsmenn á þennan lista: Jalesky Garcia hjá Göppingen var 10. besta rétthenta skyttan og Gylfi Gylfason hjá Wilhelmshaven 12. besti örvhenti hornamaðurinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×