Sport

700 stuðningsmenn Dunfermline

700 stuðningsmenn koma með skoska liðinu Dunfermline til að fylgjast með liðinu gegn FH í annarri umferð forkeppni í Evrópukeppna félagsliða á Laugardalsvellinum annað kvöld. Þetta er í fyrsta skipti sem Dunfermline leikur í Evrópukeppni en liðið hafnaði í fjórða sæti í skosku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Deildin hjá Skotunum hófst um síðustu helgi og gerði Dunfermline 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Dundee United. Leikur FH og Dunfermline verður í beinni útsendingu á Sýn annaðkvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×