Bankarnir efna skattaloforðin 10. september 2004 00:01 Með lækkandi húsnæðisvöxtum hafa bankarnir uppfyllt skattalækkunarloforð ríkisins gagnvart þeim sem skulda mikið í húsnæði sínu. Vaxtalækkun húsnæðislána hjá dæmigerðri fjölskyldu samsvarar rúmlega tveggja prósenta skattalækkun. Meðalheildarlaun tveggja einstaklinga nema 513 þúsundum á mánuði samkvæmt síðustu rannsókn kjararannsóknarnefndar. Af þessum launum eru greiddar rúmlega 1,7 milljónir í tekjuskatt og útsvar. Ráðstöfunartekjur fjölskyldunnar fyrir utan barnabætur og vaxtabætur nema því 4,4 milljónum króna. Hvert prósent í skattalækkun eykur ráðstöfunartekjur fjöslkyldunnar um 61 þúsund krónur á ári. Gera má ráð fyrir að þessi fjölskylda skuldi 10,5 milljónir í húsnæði og greiðslubyrðin sé 82 þúsund á mánuði og vextir lánanna á bilinu 5,1 prósent til 7,4 prósent. Endurfjármögnun lána fjölskyldunnar yfir í 4,2 prósenta vexti gæti þýtt árlegan vaxtasparnað upp á 144 þúsund á ári. Það samsvarar aukningu ráðstöfunartekna sem fengjust við ríflega tveggja prósenta skattalækkun. Ef gert er ráð fyrir að þessi sama fjölskylda meti ráðstöfunartekjur dagsins í dag meira en ævitekjurnar og ákveði að taka lánin til 40 ára eykur það ráðstöfunartekjurnar um sem svarar sjö prósenta skattalækkun að um 428 þúsund á ári. Miðað við að margir noti tækifærið og breyti lánum sínum eru áhrifin á hagkerfið veruleg. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, segir þetta setja meiri þrýsting á hagkerfið en ella. "Þetta þýðir að peningamálastefnan þarf að vera miklu grimmari og setur meiri kröfur á hagstjórnina." Tryggvi segir enn mikilvægara en áður að ríkið mæti skattalækkunum með samsvarandi lækkunum ríksiútgjalda. "Ef skattar verða lækkaðir við þessar kringumstæður og ríkið sker ekki samsvarandi, þá fer allt úr skorðum," segir Tryggvi. Það myndi þýða að skattalækkunin kæmi tvisvar inn í hagkerfið, bæði í formi aukinnar einkaneyslu og aftur í formi óbreyttra ríkisútgjalda. Að öðru óbreyttu myndi slíkt þýða hærri stýrivexti Seðlabankans. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Með lækkandi húsnæðisvöxtum hafa bankarnir uppfyllt skattalækkunarloforð ríkisins gagnvart þeim sem skulda mikið í húsnæði sínu. Vaxtalækkun húsnæðislána hjá dæmigerðri fjölskyldu samsvarar rúmlega tveggja prósenta skattalækkun. Meðalheildarlaun tveggja einstaklinga nema 513 þúsundum á mánuði samkvæmt síðustu rannsókn kjararannsóknarnefndar. Af þessum launum eru greiddar rúmlega 1,7 milljónir í tekjuskatt og útsvar. Ráðstöfunartekjur fjölskyldunnar fyrir utan barnabætur og vaxtabætur nema því 4,4 milljónum króna. Hvert prósent í skattalækkun eykur ráðstöfunartekjur fjöslkyldunnar um 61 þúsund krónur á ári. Gera má ráð fyrir að þessi fjölskylda skuldi 10,5 milljónir í húsnæði og greiðslubyrðin sé 82 þúsund á mánuði og vextir lánanna á bilinu 5,1 prósent til 7,4 prósent. Endurfjármögnun lána fjölskyldunnar yfir í 4,2 prósenta vexti gæti þýtt árlegan vaxtasparnað upp á 144 þúsund á ári. Það samsvarar aukningu ráðstöfunartekna sem fengjust við ríflega tveggja prósenta skattalækkun. Ef gert er ráð fyrir að þessi sama fjölskylda meti ráðstöfunartekjur dagsins í dag meira en ævitekjurnar og ákveði að taka lánin til 40 ára eykur það ráðstöfunartekjurnar um sem svarar sjö prósenta skattalækkun að um 428 þúsund á ári. Miðað við að margir noti tækifærið og breyti lánum sínum eru áhrifin á hagkerfið veruleg. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, segir þetta setja meiri þrýsting á hagkerfið en ella. "Þetta þýðir að peningamálastefnan þarf að vera miklu grimmari og setur meiri kröfur á hagstjórnina." Tryggvi segir enn mikilvægara en áður að ríkið mæti skattalækkunum með samsvarandi lækkunum ríksiútgjalda. "Ef skattar verða lækkaðir við þessar kringumstæður og ríkið sker ekki samsvarandi, þá fer allt úr skorðum," segir Tryggvi. Það myndi þýða að skattalækkunin kæmi tvisvar inn í hagkerfið, bæði í formi aukinnar einkaneyslu og aftur í formi óbreyttra ríkisútgjalda. Að öðru óbreyttu myndi slíkt þýða hærri stýrivexti Seðlabankans.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira