Erlent

Indverskir sjómenn haldi sig heima

Indverskum sjómönnum við suðurströnd Indlands hefur verið ráðlagt að halda sig heima við næstu tvo daga af ótta við flóðbylgjur. Mikil flóðbylgja í kjölfar jarðskjálftans í Asíu í gær kostaði að minnsta kosti 1.900 manns lífið á suðurströnd Indlands og jafnaði heimili fjölda fólks við jörðu. Flóðbylgjan kom íbúum og yfirvöldum í opna skjöldu. "Það er engin trygging fyrir því að fleiri flóðbylgjur fylgi ekki í kjölfarið og því höfum við ráðlagt sjómönnum að sækja ekki sjó næstu daga," sagði fræðimaður við jarðeðlisfræðistofnunina í Hyderabad í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×