Erlent

Fjöldi Evrópubúa fórst í flóðunum

Engar fregnir hafa enn borist af 37 Íslendingum sem vitað var að voru á þeim svæðum sem hamfarirnar gengu yfir í Suðaustur-Asíu í gær, langflestir í Taílandi. Ekkert var vitað um afdrif 39 Íslendinga um hádegisbilið en tveir hafa látið vita af sér nú síðdegis. Tala látinna vegna hamfaranna er nú komin yfir 23 þúsund. Fjölmargir Evrópubúar eru á meðal hinna látnu, t.a.m. ellefu Ítalir, að minnsta kosti tíu Svíar, fjórir Bretar og þrír Frakkar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×