Skilyrða sölu kjölfestueigenda 12. nóvember 2004 00:01 Eignatengsl fyrirtækja eru ekki nógu skýr, að mati Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Páll Gunnar var einn framsögumanna á fundi Verslunarráðs Íslands um eignatengsl. Hann segir að Fjármálaeftirlitið muni áfram sem fyrr beina sjónum sínum að eigendum virkra eignarhluta í fjármálafyrirtækjum. "Óumdeilt er að eigendur virkra eignarhluta í þessum fyrirtækjum ráða miklu um framþróun þessarar starfsemi, styrkleika fyrirtækjanna og áhættutöku." Páll Gunnar telur að velta megi fyrir sér hvort núverandi umgjörð í starfsemi fjármálafyrirtækja stuðli að nægjanlegum hvata til þess að hafa langtímahagsmuni þeirra að leiðarljósi, fremur en skammtímasjónarmið. Meðal þess sem Fjármálaeftirlitið telur koma til greina er að skilyrða útgöngu slíkra hluthafa úr bönkum. Engar kvaðir eru að sölu stórra eignarhluta í bönkum í núverandi reglum og því hægt að selja þá hvenær sem er ef kaupandi finnst. Eignarhaldsfélög, safnreikningar viðskiptamanna banka og framvirkir samningar eru meðal þess sem dregur úr gagnsæi á markaði. Páll Gunnar auglýsti eftir samstarfi aðila á markaði til þess að auka gagnsæi í eignarhaldi almenningshlutafélaga. Hann spurði hvort vilji væri til þess að hafa það umhverfi á markaði að opinber stofnun væri ein bær til þess að gera sér grein fyrir eignarhaldi skráðra félaga. "Tæplega," svaraði Páll Gunnar. "Og markaðurinn vill ekki heldur að þar starfi aðilar sem leggja einungis upp úr því að mæla hversu löng hálsólin á eftirlitshundinum er og haga sér í samræmi við það." Aðrir frummælendur fundarins voru Gylfi Magnússon dósent og Benedikt Jóhannesson, forstjóri Talnakönnunar. Þeir röktu reynsluna af miklum eignatengslum í viðskiptum og mikilli beinni þátttöku banka í atvinnulífinu. Almennt er reglan sú, hvort sem litið er til Asíu eða Þýskalands, að slíkt leiði til innbyrðis viðskipta milli tengdra fyrirtækja í stað þess að hagkvæmustu viðskipta sé leitað hverju sinni. Það leiði svo til slakari reksturs og óhagkvæmni. Benedikt vildi ganga svo langt að banna viðskiptabönkum að fjárfesta í fyrirtækjum vegna hagsmunaárekstra við viðskiptavini. Páll Gunnar taldi slíkt ekki samræmast skuldbindingum Íslendinga í EES-samningnum. Það sjónarmið kom einnig fram að fjármálafyrirtæki sem létu slíkt viðgangast glötuðu trúverðugleika, sem væri vísasta leiðin til að glata viðskiptum til lengri tíma litið. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Eignatengsl fyrirtækja eru ekki nógu skýr, að mati Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Páll Gunnar var einn framsögumanna á fundi Verslunarráðs Íslands um eignatengsl. Hann segir að Fjármálaeftirlitið muni áfram sem fyrr beina sjónum sínum að eigendum virkra eignarhluta í fjármálafyrirtækjum. "Óumdeilt er að eigendur virkra eignarhluta í þessum fyrirtækjum ráða miklu um framþróun þessarar starfsemi, styrkleika fyrirtækjanna og áhættutöku." Páll Gunnar telur að velta megi fyrir sér hvort núverandi umgjörð í starfsemi fjármálafyrirtækja stuðli að nægjanlegum hvata til þess að hafa langtímahagsmuni þeirra að leiðarljósi, fremur en skammtímasjónarmið. Meðal þess sem Fjármálaeftirlitið telur koma til greina er að skilyrða útgöngu slíkra hluthafa úr bönkum. Engar kvaðir eru að sölu stórra eignarhluta í bönkum í núverandi reglum og því hægt að selja þá hvenær sem er ef kaupandi finnst. Eignarhaldsfélög, safnreikningar viðskiptamanna banka og framvirkir samningar eru meðal þess sem dregur úr gagnsæi á markaði. Páll Gunnar auglýsti eftir samstarfi aðila á markaði til þess að auka gagnsæi í eignarhaldi almenningshlutafélaga. Hann spurði hvort vilji væri til þess að hafa það umhverfi á markaði að opinber stofnun væri ein bær til þess að gera sér grein fyrir eignarhaldi skráðra félaga. "Tæplega," svaraði Páll Gunnar. "Og markaðurinn vill ekki heldur að þar starfi aðilar sem leggja einungis upp úr því að mæla hversu löng hálsólin á eftirlitshundinum er og haga sér í samræmi við það." Aðrir frummælendur fundarins voru Gylfi Magnússon dósent og Benedikt Jóhannesson, forstjóri Talnakönnunar. Þeir röktu reynsluna af miklum eignatengslum í viðskiptum og mikilli beinni þátttöku banka í atvinnulífinu. Almennt er reglan sú, hvort sem litið er til Asíu eða Þýskalands, að slíkt leiði til innbyrðis viðskipta milli tengdra fyrirtækja í stað þess að hagkvæmustu viðskipta sé leitað hverju sinni. Það leiði svo til slakari reksturs og óhagkvæmni. Benedikt vildi ganga svo langt að banna viðskiptabönkum að fjárfesta í fyrirtækjum vegna hagsmunaárekstra við viðskiptavini. Páll Gunnar taldi slíkt ekki samræmast skuldbindingum Íslendinga í EES-samningnum. Það sjónarmið kom einnig fram að fjármálafyrirtæki sem létu slíkt viðgangast glötuðu trúverðugleika, sem væri vísasta leiðin til að glata viðskiptum til lengri tíma litið.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira