Viðskipti erlent

Gróði hjá Gates

Hugbúnaðarrisinn Microsoft hagnaðist um 2,9 milljarða Bandaríkjadala á síðasta ársfjóðungi. Þetta samsvarar um tvö hundruð milljörðum íslenskra króna. Þetta er ellefu prósent hækkun frá því á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir þetta féllu hlutabréf í fyrirtækinu í verði í kjölfar fréttanna. Fjárfestar efast um að félaginu takist að viðhalda yfirburðastöðu sinni til langframa auk þess sem tafir á útgáfu nýs stýrikerfis hafa vakið upp efasemdir. Þá hefur Microsoft gengið verr en áður að gera langtímasamninga við stóra viðskiptavini og skrifast það að hluta til á þá staðreynd að fyrirtækið hefur ekki boðið upp á miklar nýjungar upp á síðkastið. Næsta uppfærsla af Microsoft Windows stýrikerfinu er ekki væntanleg á markað fyrr en árið 2006 og ný útgáfa sem gengur undir vinnuheitinu Windows Longhorn kemur líklega ekki á markað fyrr en árið 2007. Sérfræðingar segja að Microsoft hafi hins vegar tekist betur upp en mörgum öðrum tæknifyrirtækjum að draga úr kostnaði við reksturinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×