Erlent

Óvissu eytt og fólki létt

"Fólki er greinilega létt og fegið að óvissunni hefur verið eytt og vill bara snúa sér aftur að daglegu lífi," segir Urður Gunnarsdóttir talsmaður kosningaeftirlits ÖSE í Úkraínu um nýafstaðnar kosningar þar. Hlutverki kosningaeftirlitsins lýkur ekki fyrr en endanleg úrslit hafa verið birt og allar kærur afgreiddar, en yfirvöld hafa frest til 15. janúar til að ganga frá þeim. Urður segir erfitt að meta hvort kærurnar verði afgreiddar fyrir þann tíma en það ætti að vera hægt. Hún segir að kosningarnar hafi verið vel heppnaðar þó vissulega hafi ýmislegt misfarist til dæmis hvað snertir færanlega kjörstaði. "Það hafa um 700 kærur borist sem mér skilst að sé ekki mikið á mælikvarða svo stórrar þjóðar. Það á eftir að koma í ljós hvað Janúkovitsj getur fært sönnur á en ég á ekki von á því að það breyti neinu um úrslitin. Við sáum ekkert sem benti til jafn umfangsmikils kosningasvindls í þessum kosningunum og í þeim fyrri."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×