Erlent

Vonarskíma í myrkrinu

Það þykir kraftaverki líkast að 20 daga gamalt stúlkubarn skuli hafa komist lífs af í Malasíu eftir að skjálftinn reið yfir, en það fannst á fljótandi dýnu og var komið heilu og höldnu til foreldra sinna. Margir útlendingar gera nú dauðaleit að ættingjum sínum sem voru á svæðinu sem urðu verst fyrir skjálftanum. Saga af tveggja ára gömlum sænskum dreng hefur vakið vonarglætu meðal margra. Drengurinn var í fríi á Phuket eyju á Taílandi með foreldrum sínum sem er saknað. Honum var bjargað frá flóðbylgjunni og komið fyrir á spítala en frænka hans í Svíþjóð fann hann þegar hún var að leita frétta af ættingjum sínum á netinu. Tveggja ára gamall drengur fannst einn síns liðs á vegkanti á Phuket eyju og tókst að hafa upp á föður hans. Þá björguðu hjálparstarfsmenn þriggja ára gömlum dreng sem fannst á lífi uppi í tré í suðurhluta Taílands. Þessi tilfelli eru vonarglæta í annars ömurlegu ástandi þar sem íbúar á Sri Lanka hafa þurft að jarðsetja ástvini sína með berum höndum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×