Magn eða gæði? 29. desember 2004 00:01 Hið árlega jólabókaflóð hefur verið með hvassara móti þetta árið en oft áður. Auglýsingaherferðir hafa verið skrumkenndari og óvægnari en hingað til hefur sést og samkeppnin virðist í allan stað harðari, bæði hvað varðar innlend skáldverk og þýdd. Það var mikið gefið út af bókum núna og má segja að að árið hafi fremur einkennst af magni en gæðum, svona stórt á litið. Við sem höfum verið að lesa, ekki til að dæma bækurnar, heldur vegna þess að við getum ekki annað, höfum verið eins og hakkamaskínur til þess að komast yfir ósköpin og höfum kannski nokkuð aðra skoðun á því hvaða bækur ættu að vera tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna - eða Bókmennta-Edduna. Það er eiginlega einkennilegt að aðrir en forleggjarar Eddu miðlunar skuli nenna að taka þátt í þessum verðlaunaskrípaleik ár eftir ár því slagsíðan hefur sjaldan verið eins áberandi og nú. Átta af tíu bókum sem tilnefndar eru, eru gefnar út hjá Eddu miðlun. Þess vegna verður hver og einn að koma sér upp sínum eigin lista og minn tilnefningalisti yfir skáldverk liti svona út: Andræði eftir Sigfús Bjartmarsson, Karitas eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, Flóttinn eftir Sindra Freysson, Samkvæmisleikir eftir Braga Ólafsson og Bítlaávarpið eftir Einar Má Guðmundsson. Hvað fræði og bækur almenns efnis, hefði ég valið Halldór eftir Halldór Guðmundsson, Barn að eiliífu eftir Sigmund Erni Rúnarsson, Héðinn eftir Matthías Viðar Sæmundsson, Íslendinga eftir Unni Jökulsdóttur og Andlit norðursins eftir Ragnar Axelsson. Ekki þar fyrir, það eru fleiri bækur all athyglisverðar. Skáldsaga Kristínar Ómarsdóttur, Hér, verðlaunasaga Auðar Ólafsdóttur, Rigning í nóvember, Rauð mold eftir Úlfar Þormóðsson og Sakleysingjarnir eftir Ólaf Jóhann Ólafsson eru allt skáldsögur sem eru þaulhugsaðar, vel skrifaðar og virkilega ánægjulegar aflestrar. Einnig komu ýmsir yngri höfundar á óvart, einkum Steinar Bragi með Sólskinsfólkið, Hermann Stefánsson með Níu þjófalykla - og ekki síst Jökull Valsson með Börnin í Húmdölum. Sá síðastnefndi er höfundur sem spennandi verður að fylgjast með á komandi árum. Þessi fyrsta bók hans, einstök og alíslensk hrollvekja, lofar það góðu að líklega þarf enginn að óttast að hann leggi pennann á hilluna. Það merkilega er að bækur þessara yngri höfunda hafa lítið verið í umræðunni á meðan flóðbylgjan gekk yfir. Kannski er það kostur fyrir þá. Almenningur fær þá að uppgötva þá í rólegheitum - og fátt er skemmtilegra en að uppgötva perlur sem maður hefur, af einhverjum ástæðum, misst af í lífsins gauragangi. Af þýddum skáldsögum verður að segjast eins og er að þar eru þrjár bækur í sérflokki: Belladonna skjalið, Englar og djöflar og Dante klúbburinn - og í þessari röð. Ég fer ekki ofan af því að mér fannst Belladonna skjalið best af þeim þremur - sem er smekksatriði, en um það snýst þetta jú allt. Súsanna Svavarsdóttir - sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Hið árlega jólabókaflóð hefur verið með hvassara móti þetta árið en oft áður. Auglýsingaherferðir hafa verið skrumkenndari og óvægnari en hingað til hefur sést og samkeppnin virðist í allan stað harðari, bæði hvað varðar innlend skáldverk og þýdd. Það var mikið gefið út af bókum núna og má segja að að árið hafi fremur einkennst af magni en gæðum, svona stórt á litið. Við sem höfum verið að lesa, ekki til að dæma bækurnar, heldur vegna þess að við getum ekki annað, höfum verið eins og hakkamaskínur til þess að komast yfir ósköpin og höfum kannski nokkuð aðra skoðun á því hvaða bækur ættu að vera tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna - eða Bókmennta-Edduna. Það er eiginlega einkennilegt að aðrir en forleggjarar Eddu miðlunar skuli nenna að taka þátt í þessum verðlaunaskrípaleik ár eftir ár því slagsíðan hefur sjaldan verið eins áberandi og nú. Átta af tíu bókum sem tilnefndar eru, eru gefnar út hjá Eddu miðlun. Þess vegna verður hver og einn að koma sér upp sínum eigin lista og minn tilnefningalisti yfir skáldverk liti svona út: Andræði eftir Sigfús Bjartmarsson, Karitas eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, Flóttinn eftir Sindra Freysson, Samkvæmisleikir eftir Braga Ólafsson og Bítlaávarpið eftir Einar Má Guðmundsson. Hvað fræði og bækur almenns efnis, hefði ég valið Halldór eftir Halldór Guðmundsson, Barn að eiliífu eftir Sigmund Erni Rúnarsson, Héðinn eftir Matthías Viðar Sæmundsson, Íslendinga eftir Unni Jökulsdóttur og Andlit norðursins eftir Ragnar Axelsson. Ekki þar fyrir, það eru fleiri bækur all athyglisverðar. Skáldsaga Kristínar Ómarsdóttur, Hér, verðlaunasaga Auðar Ólafsdóttur, Rigning í nóvember, Rauð mold eftir Úlfar Þormóðsson og Sakleysingjarnir eftir Ólaf Jóhann Ólafsson eru allt skáldsögur sem eru þaulhugsaðar, vel skrifaðar og virkilega ánægjulegar aflestrar. Einnig komu ýmsir yngri höfundar á óvart, einkum Steinar Bragi með Sólskinsfólkið, Hermann Stefánsson með Níu þjófalykla - og ekki síst Jökull Valsson með Börnin í Húmdölum. Sá síðastnefndi er höfundur sem spennandi verður að fylgjast með á komandi árum. Þessi fyrsta bók hans, einstök og alíslensk hrollvekja, lofar það góðu að líklega þarf enginn að óttast að hann leggi pennann á hilluna. Það merkilega er að bækur þessara yngri höfunda hafa lítið verið í umræðunni á meðan flóðbylgjan gekk yfir. Kannski er það kostur fyrir þá. Almenningur fær þá að uppgötva þá í rólegheitum - og fátt er skemmtilegra en að uppgötva perlur sem maður hefur, af einhverjum ástæðum, misst af í lífsins gauragangi. Af þýddum skáldsögum verður að segjast eins og er að þar eru þrjár bækur í sérflokki: Belladonna skjalið, Englar og djöflar og Dante klúbburinn - og í þessari röð. Ég fer ekki ofan af því að mér fannst Belladonna skjalið best af þeim þremur - sem er smekksatriði, en um það snýst þetta jú allt. Súsanna Svavarsdóttir - sussa@frettabladid.is
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun