Erlent

Sonurinn uppi í tré

Sænsk fjölskylda var nýkomin í jólafrí á Phuket-eyju á Taílandi þegar flóðbylgja gekk þar yfir. "Sjórinn fór og kom síðan aftur á gífurlegum hraða og tók allt með sér," sagði faðirinn Kjell Skold. "Þegar sjórinn kom inn í íbúðina settum við föggur okkar á rúmin. Við lokuðum öllum gluggunum þannig að sjórinn ýtti öllu á undan sér yfir húsið. Við vorum síðan komin upp á þakið, sem fór síðan af húsinu og við flutum í burtu." Skold, eiginkonu hans og sjö ára dóttur þeirra, Stephanie, rak á þurrt land og tókst að komast inn í trausta byggingu. Nokkrum mínútum síðar fundu þau tíu ára son sinn, Sebastian, heilan á húfi uppi í tré.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×