Erlent

Stjórnarherinn kallaður frá Darfur

Stjórnvöld í Súdan hafa byrjað að kalla herlið sitt frá Darfúr-héraði. Deilendur fengu í gær sólarhringsfrest til að leggja niður vopn en friðarviðræður fara fram í Nígeríu. Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið deilendum frest til áramóta til að ná friðarsamkomulagi. Um eitthundrað þúsund manns hafa látið lífið í átökum uppreisnarmanna og stjórnarliða og hátt í tvær milljónir manna hafa mátt flýja heimili sín. Hjálpar- og mannúðarstofnanir óttast að tala látinna kunni að margfaldast á næstu mánuðum ef fram heldur sem horfir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×