Erlent

Umdeild hryðjuverkalög í Rússlandi

Ný hryðjuverkalög voru í gærkvöldi samþykkt í rússneska þinginu. Margir þingmenn og mannréttindafrömuðir líta svo á að lögin grafi undan grundvallarréttindum almennings. Lögin heimila meðal annars einskonar neyðarástand vegna hryðjuverkaógnar og gefa stjórnvöldum heimild til að hlera síma, stöðva fólk á götu og leita á því, banna mótmæli og fleira í þeim dúr. Talsmenn ríkisstjórnar landsins brugðust þegar í stað við og fullyrtu að lögin yrðu endurskoðuð og dregið úr hörkunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×