Síðustu dagar Arafats 17. desember 2004 00:01 Vísast til hafa flestir Palestínumenn búist við að forseti þeirra Jasser Arafat myndi bíða bana á hetjulegri hátt en að deyja á sóttarsæng. Sennilega hefur þó enginn reiknað með þeirri sérkennilegu atburðarás sem fór fram í Ramallah og París síðustu vikurnar í lífi gamla baráttuljónsins. Brigslyrði gengu á víxl á milli vina hans og vandamanna á meðan hann var í andarslitrunum og lækna greinir enn á um banamein hans. Ruglinu lauk ekki við andlátið því grafa þurfti upp líkið þar sem flausturslega hafði verið gengið frá því við fyrri greftrunina. Suzanne Goldenberg, blaðamaður á breska dagblaðinu Guardian, hefur að undanförnu rætt við þá sem voru forsetanum nákomnastir og reynt að varpa ljósi á þessa leyndardómsfullu banalegu. Hreystimenni Veikindi Arafats eiga ekki að hafa komið neinum á óvart. Fyrir utan umbrotasöm 75 ár þá bjó hann síðustu tvö ár ævi sinnar við hörmulegan aðbúnað í höfuðstöðvum sínum í Ramallah og tók þá heilsu hans að versna. Ísraelsmenn höfðu með endurteknum árásum lagt híbýlin nánast í rúst og því þarf ekki að fara mörgum orðum um heilnæmi þess að hafast þar við. Arafat fór nánast aldrei úr húsi þessi tvö síðustu ár sín enda óttaðist hann mjög að Ísraelsmenn reyndu að ráða hann af dögum. Þrátt fyrir gífurlegt álag var Arafat stærstan hluta ævi sinnar heilsuhraustur, fyrir utan að hafa verið haldinn dálitlum skjálfta sem margir töldu ranglega að væri parkinsonveiki. Hann hvorki reykti né drakk og í stað þess að drekka biksvart kaffi að hætti Miðjarðarhafsbúa sötraði hann kamillute. Hann hafði hins vegar megnustu óbeit á læknum og lyfjum og það átti eftir að valda vandræðum þegar hann síðan veiktist alvarlega. Elnaði fljótt sóttin 15. október síðastliðinn fékk Arafat slæma pest, uppköst og niðurgang, en reyndi þó af veikum mætti að halda áfram sínum daglegu störfum. Næstu vikuna elnaði honum sóttinn þannig að hann átti orðið erfitt með að þekkja fólk. 26. október kom í ljós að blóðflögumagn í blóði hans var aðeins tíundi hluti af því sem eðlilegt er og þá gerðu menn sér grein fyrir því að foringinn væri að líkindum dauðvona. Eiginkona hans, Suha, kom frá Túnis og reyndi hún ásamt læknum hans að fá hann til að undirgangast meðferð í Frakklandi. Samþykki Arafats fékkst ekki fyrir því fyrr en stjórnvöld í Ísrael höfðu lofað að hann fengi að snúa aftur. Sennilega renndi þau í grun um að sú yrði aldrei raunin. Brigslað á víxl Þegar til Parísar var komið virtist Arafat hressast. Hann át og drakk og var í sambandi við undirsáta sína heima um stjórn landsins. Frönsku læknunum gekk hins vegar bölvanlega að greina krankleika hans að öðru leyti en því að þeir voru vissir um að hvítblæði væri ekki orsökin. Eftir andlátið gáfu þeir á endanum út mikla skýrslu þar sem sagt var að flókinn blóðsjúkdómur, kallaður DIC, hefði dregið Arafat til dauða en ekkert var gefið upp um orsakir sjúkdómsins. Án þeirrar vitneskju var lækning útilokuð. 3. nóvember missti Arafat algerlega meðvitund og þá varð fjandinn laus. Suha sakaði helstu undirsáta Arafats um samsæri gegn eiginmanni sínum og að þeir hygðust grafa hann lifandi. Þeir héldu á móti fram að Suhu væri mest umhugað um að tryggja sér einhvers konar greiðslur frá palestínsku heimastjórninni. Á meðan mögnuðust sögusagnir um að Ísraelsmenn hefðu eitrað fyrir honum en víst er að því vildu margir trúa svo að hægt væri að gera píslarvott úr Arafat. Barist um búninginn Aðfaranótt fimmtudagsins 11. nóvember gaf Arafat svo upp öndina eftir heilablæðingu, á sóttarsæng í útlegð. Eingöngu Suha og klerkurinn Taissir Tamimi voru viðstödd kveðjustundina. Líkinu var flogið til Kaíró og síðar til Ramallah þar sem jarðneskar leifar forsetans voru jarðsettar. Arafat fékk reyndar ekki að hvíla lengi í friði því nokkrum dögum síðar var kista hans grafin upp að nýju, þá í kyrrþey. Líkið hafði hvorki verið sveipað á réttan hátt í klæði né snúið í tilhlýðilega átt. Deilunum á milli Suhu og leiðtoga Palestínumanna lauk ekki við andlátið. Ekkjan krafðist þess að fá einkennisbúning manns síns og fékk hann en höfuðslæðan fræga kom eftir nokkurt þref í hlut lífvarðarsveitar hans. Skarðið sem Arafat skilur eftir sig er stórt og svo virðist sem brigslyrðin og biturðin hafi grafið um sig hjá þeim sem honum stóðu næst. Erlent Fréttir Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira
Vísast til hafa flestir Palestínumenn búist við að forseti þeirra Jasser Arafat myndi bíða bana á hetjulegri hátt en að deyja á sóttarsæng. Sennilega hefur þó enginn reiknað með þeirri sérkennilegu atburðarás sem fór fram í Ramallah og París síðustu vikurnar í lífi gamla baráttuljónsins. Brigslyrði gengu á víxl á milli vina hans og vandamanna á meðan hann var í andarslitrunum og lækna greinir enn á um banamein hans. Ruglinu lauk ekki við andlátið því grafa þurfti upp líkið þar sem flausturslega hafði verið gengið frá því við fyrri greftrunina. Suzanne Goldenberg, blaðamaður á breska dagblaðinu Guardian, hefur að undanförnu rætt við þá sem voru forsetanum nákomnastir og reynt að varpa ljósi á þessa leyndardómsfullu banalegu. Hreystimenni Veikindi Arafats eiga ekki að hafa komið neinum á óvart. Fyrir utan umbrotasöm 75 ár þá bjó hann síðustu tvö ár ævi sinnar við hörmulegan aðbúnað í höfuðstöðvum sínum í Ramallah og tók þá heilsu hans að versna. Ísraelsmenn höfðu með endurteknum árásum lagt híbýlin nánast í rúst og því þarf ekki að fara mörgum orðum um heilnæmi þess að hafast þar við. Arafat fór nánast aldrei úr húsi þessi tvö síðustu ár sín enda óttaðist hann mjög að Ísraelsmenn reyndu að ráða hann af dögum. Þrátt fyrir gífurlegt álag var Arafat stærstan hluta ævi sinnar heilsuhraustur, fyrir utan að hafa verið haldinn dálitlum skjálfta sem margir töldu ranglega að væri parkinsonveiki. Hann hvorki reykti né drakk og í stað þess að drekka biksvart kaffi að hætti Miðjarðarhafsbúa sötraði hann kamillute. Hann hafði hins vegar megnustu óbeit á læknum og lyfjum og það átti eftir að valda vandræðum þegar hann síðan veiktist alvarlega. Elnaði fljótt sóttin 15. október síðastliðinn fékk Arafat slæma pest, uppköst og niðurgang, en reyndi þó af veikum mætti að halda áfram sínum daglegu störfum. Næstu vikuna elnaði honum sóttinn þannig að hann átti orðið erfitt með að þekkja fólk. 26. október kom í ljós að blóðflögumagn í blóði hans var aðeins tíundi hluti af því sem eðlilegt er og þá gerðu menn sér grein fyrir því að foringinn væri að líkindum dauðvona. Eiginkona hans, Suha, kom frá Túnis og reyndi hún ásamt læknum hans að fá hann til að undirgangast meðferð í Frakklandi. Samþykki Arafats fékkst ekki fyrir því fyrr en stjórnvöld í Ísrael höfðu lofað að hann fengi að snúa aftur. Sennilega renndi þau í grun um að sú yrði aldrei raunin. Brigslað á víxl Þegar til Parísar var komið virtist Arafat hressast. Hann át og drakk og var í sambandi við undirsáta sína heima um stjórn landsins. Frönsku læknunum gekk hins vegar bölvanlega að greina krankleika hans að öðru leyti en því að þeir voru vissir um að hvítblæði væri ekki orsökin. Eftir andlátið gáfu þeir á endanum út mikla skýrslu þar sem sagt var að flókinn blóðsjúkdómur, kallaður DIC, hefði dregið Arafat til dauða en ekkert var gefið upp um orsakir sjúkdómsins. Án þeirrar vitneskju var lækning útilokuð. 3. nóvember missti Arafat algerlega meðvitund og þá varð fjandinn laus. Suha sakaði helstu undirsáta Arafats um samsæri gegn eiginmanni sínum og að þeir hygðust grafa hann lifandi. Þeir héldu á móti fram að Suhu væri mest umhugað um að tryggja sér einhvers konar greiðslur frá palestínsku heimastjórninni. Á meðan mögnuðust sögusagnir um að Ísraelsmenn hefðu eitrað fyrir honum en víst er að því vildu margir trúa svo að hægt væri að gera píslarvott úr Arafat. Barist um búninginn Aðfaranótt fimmtudagsins 11. nóvember gaf Arafat svo upp öndina eftir heilablæðingu, á sóttarsæng í útlegð. Eingöngu Suha og klerkurinn Taissir Tamimi voru viðstödd kveðjustundina. Líkinu var flogið til Kaíró og síðar til Ramallah þar sem jarðneskar leifar forsetans voru jarðsettar. Arafat fékk reyndar ekki að hvíla lengi í friði því nokkrum dögum síðar var kista hans grafin upp að nýju, þá í kyrrþey. Líkið hafði hvorki verið sveipað á réttan hátt í klæði né snúið í tilhlýðilega átt. Deilunum á milli Suhu og leiðtoga Palestínumanna lauk ekki við andlátið. Ekkjan krafðist þess að fá einkennisbúning manns síns og fékk hann en höfuðslæðan fræga kom eftir nokkurt þref í hlut lífvarðarsveitar hans. Skarðið sem Arafat skilur eftir sig er stórt og svo virðist sem brigslyrðin og biturðin hafi grafið um sig hjá þeim sem honum stóðu næst.
Erlent Fréttir Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira