Erlent

Næstmesta eiturmagn sögunnar

Vísindamenn hafa aðeins einu sinni fundið dæmi þess að meira magn díoxíns hafi fundist í líkama manns en í tilfelli Viktors Júsjenkó, forsetaframbjóðanda og leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Úkraínu. Eiturefnamagnið í líkama Júsjenkós er 6.000 sinnum meira en eðlilegt getur talist. Díoxínmagnið í Júsjenkó mælist hundrað þúsund einingar á hvert gramm blóðfitu, en mesta magn sem mælst hefur var í austurrískri konu sem var eitrað fyrir á síðasta áratug, 140 þúsund einingar á hvert gramm blóðfitu. Sú kona lifði eitrunina af.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×