Jólafasta? Jólakötturinn skrifar 15. desember 2004 00:01 Góðir lesendur! Aðventan er líka stundum kölluð jólafasta og það finnst mér alveg magnað. Mér skilst að hún sé kölluð svo vegna þess að víða sýndi fólk mikið aðhald í neyslu matar og drykkjar á þessum árstíma og borðaði til dæmis ekkert kjöt. Örugglega eitthvað úr kaþólskum sið. Kannski var ekkert mikið til að borða eða fólk var að spara sig fyrir jólaátið um jólahátíð. En það er sko liðin tíð. Ég sé mannfólkið nefnilega aldrei borða meira en einmitt á jólaföstunni. Nú sem aldrei fyrr er leyfilegt að borða og borða og borða og afsökunin er alltaf sú sama, þetta er jú bara einu sinni á ári, þetta jólabrauð/kaka/ostur/rauðvín/konfekt er jú bara hér og nú, engin hætta á því að maður fari að borða svona á hverjum degi. En raunin er nú samt sú að það verður á hverjum degi. Ýmislegt annað fer úr skorðum á þessum árstíma en mataræði mannfólksins, svo sem viðvera á heimilinu, sameiginlegur kvöldverður fjölskyldunnar og margt fleira. Tíminn virðist fara úr skorðum og allt verður svo losaralegt. Til dæmis vill oft gleymast að skella mat í skál fyrir okkur kettina sem aldrei förum neitt. Jólafasta er ekki rétta orðið finnst mér, nema ef vera skyldi fyrir ketti og önnur heimilisdýr. Ég sting hér með upp á orðinu jólalos fyrir þetta tímabil í lífi mannfólksins. Lifið heil! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Góðir lesendur! Aðventan er líka stundum kölluð jólafasta og það finnst mér alveg magnað. Mér skilst að hún sé kölluð svo vegna þess að víða sýndi fólk mikið aðhald í neyslu matar og drykkjar á þessum árstíma og borðaði til dæmis ekkert kjöt. Örugglega eitthvað úr kaþólskum sið. Kannski var ekkert mikið til að borða eða fólk var að spara sig fyrir jólaátið um jólahátíð. En það er sko liðin tíð. Ég sé mannfólkið nefnilega aldrei borða meira en einmitt á jólaföstunni. Nú sem aldrei fyrr er leyfilegt að borða og borða og borða og afsökunin er alltaf sú sama, þetta er jú bara einu sinni á ári, þetta jólabrauð/kaka/ostur/rauðvín/konfekt er jú bara hér og nú, engin hætta á því að maður fari að borða svona á hverjum degi. En raunin er nú samt sú að það verður á hverjum degi. Ýmislegt annað fer úr skorðum á þessum árstíma en mataræði mannfólksins, svo sem viðvera á heimilinu, sameiginlegur kvöldverður fjölskyldunnar og margt fleira. Tíminn virðist fara úr skorðum og allt verður svo losaralegt. Til dæmis vill oft gleymast að skella mat í skál fyrir okkur kettina sem aldrei förum neitt. Jólafasta er ekki rétta orðið finnst mér, nema ef vera skyldi fyrir ketti og önnur heimilisdýr. Ég sting hér með upp á orðinu jólalos fyrir þetta tímabil í lífi mannfólksins. Lifið heil!
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar