Lífið

Engir ormar af því að borða deig

Maður fær ekki orma af því að borða kökudeig. Hólmfríður Þorgeirsdóttir, næringafræðingur Lýðheilsustöðvar, hefur staðfest þetta við fréttastofu. Þetta hefur sumsé verið lygi allan tímann og gott að vita þessu núna þegar sá tími fer í hönd að kökubaksturinn fyrir jólin hefst. Því hefur verið logið að íslensku ungviði frá því elstu menn muna að einhver slæmska fylgdi því eða leggja sér deig til muns. Hólmfríður segir að þetta sé væntanlega vegna þess að í deigi sé eingöngu hrávara og börnum geti því orðið bumbult ef þau borði mikið af deigi. Önnur ástæða geti verið sú að í deigi séu oft egg og þó að eggin hér hafi hingað til reynst örugg, sé ekki hægt að ganga að því vísu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.