Sport

Goergl sigraði í risasviginu

Austurríkismaðurinn Stephan Goergl sigraði í gærkvöldi í risasvigi heimsbikarkeppninnar á skíðum í Beaver Creek í Colorado í Bandaríkjunum. Þetta var fyrsti sigur þessa 26 ára Austurríkismanns í heimsbikarnum en hann kom jafnframt í veg fyrir að Bandaríkjamaðurinn Bode Miller sigraði á fjórða mótinu í röð. Miller varð annar og Austurríkismaðurinn Mario Scheiber þriðji. Bode Miller hefur örugga forystu í keppni um alpagreinabikarinn, er með 380 stig en Austurríkismaðurinn Herman Maier, sem varð áttundi í gærkvöldi, er í öðru sæti með 168 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×