Bylting á íbúðalánamarkaði Þórlindur Kjartansson skrifar 29. nóvember 2004 00:01 Það fer ekki framhjá neinum að veruleg vatnaskil hafa orðið í fjármögnun ibúðarhúsnæðis fyrir einstaklinga. Flestum ber saman um að breytingarnar megi rekja beint til þeirra breytinga sem urðu á starfsemi Íbúðalánasjóðs þann 1. júlí sl. þegar hætt var útgáfu sérstakra íbúðabréfa en stofnunin hóf þess í stað hefðbundna lánastarfsemi en fjármagnar sjálfur útlán sín með skuldabréfaútgáfu á frjálsum markaði. Í kjölfar þessara breytinga skapaðist færi fyrir bankana til að koma inn á þennan markað. KB banki reið á vaðið fyrstur þegar hann bauð 4,4 prósent vexti og allt að 80 prósent lánshlutfall á höfuðborgarsvæðinu. Hinir bankarnir voru ekki lengi að svara og fljótlega fóru allir bankarnir að bjóða sömu kjör víðast hvar um landið. Íbúðalánasjóður hefur svo lækkað vexti sína - nú síðast í 4,15 prósent. Þessu svöruðu bankarnir umsvifalaust og bjóða nú allir 4.15 prósent vexti. Íslandsbanki var fyrstur til að bjóða 100 prósent veðsetningarhlutfall - en nú bjóða þetta allir bankarnir. Auk þess hefur afbrigðum íbúðalána fjölgað verulega og nú stendur venjulegum einstaklingum til boða mýgrútur ólíkra valkosta. Þetta hefur óneitanlega í för með sér að það er vandasamara að taka ákvörðun um fjármögnun íbúðarhúsnæðis en áður. Á það ber hins vegar að líta að fyrir skemmstu höfðu einstaklingar í raun aðeins einn valkost þegar kom að því að taka stærstu og mikilvægustu lán sem hver einstaklingur tekur. Flestir eru þvi sammála því að breytingin á markaðinum sé til mikils góðs. Viðvörunarraddir hafa frá upphafi bent á að þessir auknu möguleikar kunni að verða til þess að fólk taki út stærra lán en það þarf og verji mismuninum í neyslu hvers kyns óþrafa sem hafi vond áhrif á hagkerfið - sé þenslu og verðbólguhvetjandi - og grafi undan fjárhagslegum burðum fólks. Fáar vísbendingar eru til þess að þessar bölsýnisspár séu að rætast - enda eru svartsýnismennirnir vafalaust hinir sömu og töldu víst að með því að leyfa sölu bjórs á landinu væri verið að steypa þjóðinni í algjöran voða og að hér yrði varla hægt að finna nokkurn alsgáðan mann eftir klukkan þrjú á daginn þar sem allir dyttu í ölið á hádegi. Að ýmsu er að huga þegar tekin er ákvörðun um hvernig lánafyrirkomulag hentar best. Bankarnir bjóða ýmist upp á fasta vexti eða breytilega, þeir bjóða upp á lán í erlendum myntum, lánstíminn er mislangur og misjafnlega sveigjanlegur og svo mætti lengi telja. Þótt allir bankarnir bjóði sömu vaxtaprósentuna er því ekki þar með sagt að verið sé að bjóða sömu vöruna alls staðar. Það er gleðilegt að svo margir möguleikar standi fólki til boða. Fyrst núna sést hversu óeðlilegt ástandið var þegar ríkisstofnun hafði algjöra einokun á því að lána fólki fé til íbúðakaupa. Samkeppnin sem nú hefur verið hrundið af stað sýnir þetta þótt líklegt sé að staða Íbúðalánasjóðs verði enn um sinn mjög sterk á markaðinum þá er samkeppni bankanna komin til að vera og mun vafalaust verða einstaklingum í landinu til meiri hagsbóta en flesta grunar nú. Það er ekki langt þangað til menn geta bætt setningunni: "Og allir þurftu að fá lán hjá Íbúðalánasjóði" við upptalninguna: "Einu sinni þurfti að sækja sérstaklega um að kaupa gjaldeyri á Íslandi, það var bannað að kaupa bjór og ekkert sjónvarp á fimmtudögum." Þórlindur Kjartansson thkjart@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Það fer ekki framhjá neinum að veruleg vatnaskil hafa orðið í fjármögnun ibúðarhúsnæðis fyrir einstaklinga. Flestum ber saman um að breytingarnar megi rekja beint til þeirra breytinga sem urðu á starfsemi Íbúðalánasjóðs þann 1. júlí sl. þegar hætt var útgáfu sérstakra íbúðabréfa en stofnunin hóf þess í stað hefðbundna lánastarfsemi en fjármagnar sjálfur útlán sín með skuldabréfaútgáfu á frjálsum markaði. Í kjölfar þessara breytinga skapaðist færi fyrir bankana til að koma inn á þennan markað. KB banki reið á vaðið fyrstur þegar hann bauð 4,4 prósent vexti og allt að 80 prósent lánshlutfall á höfuðborgarsvæðinu. Hinir bankarnir voru ekki lengi að svara og fljótlega fóru allir bankarnir að bjóða sömu kjör víðast hvar um landið. Íbúðalánasjóður hefur svo lækkað vexti sína - nú síðast í 4,15 prósent. Þessu svöruðu bankarnir umsvifalaust og bjóða nú allir 4.15 prósent vexti. Íslandsbanki var fyrstur til að bjóða 100 prósent veðsetningarhlutfall - en nú bjóða þetta allir bankarnir. Auk þess hefur afbrigðum íbúðalána fjölgað verulega og nú stendur venjulegum einstaklingum til boða mýgrútur ólíkra valkosta. Þetta hefur óneitanlega í för með sér að það er vandasamara að taka ákvörðun um fjármögnun íbúðarhúsnæðis en áður. Á það ber hins vegar að líta að fyrir skemmstu höfðu einstaklingar í raun aðeins einn valkost þegar kom að því að taka stærstu og mikilvægustu lán sem hver einstaklingur tekur. Flestir eru þvi sammála því að breytingin á markaðinum sé til mikils góðs. Viðvörunarraddir hafa frá upphafi bent á að þessir auknu möguleikar kunni að verða til þess að fólk taki út stærra lán en það þarf og verji mismuninum í neyslu hvers kyns óþrafa sem hafi vond áhrif á hagkerfið - sé þenslu og verðbólguhvetjandi - og grafi undan fjárhagslegum burðum fólks. Fáar vísbendingar eru til þess að þessar bölsýnisspár séu að rætast - enda eru svartsýnismennirnir vafalaust hinir sömu og töldu víst að með því að leyfa sölu bjórs á landinu væri verið að steypa þjóðinni í algjöran voða og að hér yrði varla hægt að finna nokkurn alsgáðan mann eftir klukkan þrjú á daginn þar sem allir dyttu í ölið á hádegi. Að ýmsu er að huga þegar tekin er ákvörðun um hvernig lánafyrirkomulag hentar best. Bankarnir bjóða ýmist upp á fasta vexti eða breytilega, þeir bjóða upp á lán í erlendum myntum, lánstíminn er mislangur og misjafnlega sveigjanlegur og svo mætti lengi telja. Þótt allir bankarnir bjóði sömu vaxtaprósentuna er því ekki þar með sagt að verið sé að bjóða sömu vöruna alls staðar. Það er gleðilegt að svo margir möguleikar standi fólki til boða. Fyrst núna sést hversu óeðlilegt ástandið var þegar ríkisstofnun hafði algjöra einokun á því að lána fólki fé til íbúðakaupa. Samkeppnin sem nú hefur verið hrundið af stað sýnir þetta þótt líklegt sé að staða Íbúðalánasjóðs verði enn um sinn mjög sterk á markaðinum þá er samkeppni bankanna komin til að vera og mun vafalaust verða einstaklingum í landinu til meiri hagsbóta en flesta grunar nú. Það er ekki langt þangað til menn geta bætt setningunni: "Og allir þurftu að fá lán hjá Íbúðalánasjóði" við upptalninguna: "Einu sinni þurfti að sækja sérstaklega um að kaupa gjaldeyri á Íslandi, það var bannað að kaupa bjór og ekkert sjónvarp á fimmtudögum." Þórlindur Kjartansson thkjart@frettabladid.is
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun