Erlent

Fjórðungur veit ekki af smiti

Meira en fjórðungur HIV-smitaðra einstaklinga í Bretlandi vita ekki af veikindum sínum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu heilbrigðisyfirvalda í Bretlandi um HIV og alnæmi. Afar mikilvægt er að fólk fái meðhöndlun sem allra fyrst og því slæm tíðindi að heill fjórðungur HIV-smitaðra séu grunlausir um smit sitt. Talið er að í kringum 15 þúsund manns í Bretlandi einu saman séu HIV-smitaðir án þess að vita af því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×