Var listin í aukahlutverki? 13. október 2005 15:02 Hinn 28. september síðastliðinn birtist eftirfarandi frétt í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni "Þúsund ára ísjaki stal senunni":Fjórar sjónvarpsstöðvar og fjöldi franskra dagblaða voru viðstödd þegar 14 tonna ísjaki var hífður af vörubíl og komið fyrir utan við Palais de la Decouverte, franska vísindasafnið, klukkan fimm í gærmorgun. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Sigríður Á. Snævarr, sendiherra í París, afhentu Frökkum ísjakann formlega. Síðdegis sama dag setti Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra menningar- og vísindakynninguna formlega en hún stendur yfir í hálfan mánuð. Ísjakinn sem fluttur hafði verið með ærinni fyrirhöfn frá Jökulsárlóni til Parísar var smellur eins og sagt er. Hann vakti að sögn óskipta athygli þeirra sem leið áttu framhjá vísindasafninu. Hugsa sér að vatnið í þessum ísjaka skuli hafa fallið sem regn fyrir þúsund árum! Vá! Íslenskir embættismenn, stjórnmálamenn og kaupsýslumenn, sem mættir voru til að taka þátt í samkvæmislífinu sem fylgdi menningarkynningunni í borginni, og svo nokkrir listamenn sem fengu að fljóta með, höfðu ástæðu til að fagna. Snjöll hugmynd virtist hafa hitt í mark. En hvert var annars markið? Til hvers var þetta gert? Slíkar spurningar vöknuðu hjá einstaka manni meðan á hátíðarhöldunum stóð. Það heyrðust jafnvel efasemdir um tilgang slíkra kynninga. En gleðikór þátttakenda og skipuleggjenda var fljótur að yfirgnæfa úrtöluraddirnar. Og núna tveimur mánuðum seinna hefði mátt ætla að slíkt tal væri gleymt og grafið og eftir sæti aðeins ljúf endurminning úr fjölmiðlum um smellinn sem að vísu var fljótur að bráðna og renna sína leið í holræsi Parísar en hlaut að hafa minnt Frakka á að hér norður á hjara veraldar hefði menningarþjóð búið í þúsund ár. En þá er málið vakið upp aftur í skorinyrtri ádeilugrein á allt heila fyrirtækið. Það er Margrét Elísabet Ólafsdóttir listfræðingur sem kveður sér hljóðs í nýútkomnu Tímariti Máls og menningar (4:2004) og er bara alls ekkert ánægð. Hér verður sagt frá sjónarmiðum hennar og eru lesendur hvattir til að taka þátt í umræðum um þau á þessari síðu. Margrét Elísabet segir að menningarkynningin hafi verið óljós blanda af listviðburðum, landkynningu og markaðssetningu fyrirtækja. "Það er eins og menning og listir séu aldrei nóg í sjálfu sér," skrifar hún. "Það þarf alltaf að styðja sig við hækjur sem kallaðar eru ferðaþjónusta, landbúnaður og orkustofnanir. Opinberi menningargeirinn virðist ófær um að skilgreina menningu okkar án þess að skoða hann fyrst í speglum sem aðrir rétta fram. Á máli sjálfshjálparsálfræðinnar nefnist það léleg sjálfsmynd að geta ekki ákveðið sjálfur hver maður er." Og Margrét heldur áfram: "Hvernig stendur á því að ókleift reyndist að setja upp alvöru menningarhátíð í París og þá á ég við menningarhátíð sem ekki er stillt upp sem leiktjöldum fyrir eitthvað annað? Vissulega hefði verið erfiðara að koma listum í áttafréttirnar en ísjaka en það hefði líka verið alvöru viðfangsefni, alvöru verkefni að takast á við og leysa". Margrét skrifar: "Ein ástæða þess að kynning á íslenskri menningu á erlendri grund skilar litlum sem engum árangri ef frá er talin umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum er sá að hvorki listaverkunum né listamönnunum er treyst. Og ef eitthvað getur fengið franska menningargeirann til að svelgjast á er það slíkt vantraust. Því ef einhver þjóð veit hvernig á að halda menningunni á lofti á eigin forsendum þá eru það Frakkar. Og þá erum við komin að lykilatriðinu ætli menn að tala um listir og menningu við Frakka. Það er að kunna að tala um einstök listaverk án þess að minnast á ísjaka og eldgos, goshveri og úfið hraun. Það er að kunna að skilja hraunið frá málverkinu jafnvel þótt málverkið sé af hrauni". Margrét er þungorð í garð embættismanna í menningargeiranum. "Íslenski listheimurinn er orðinn hundleiður á því að í hvert skipti sem listviðburðir eru skipulagðir erlendis af opinberum stofnunum eða styrktir af þeim eru þeir jafnframt notaðir sem tylliástæða fyrir starfsmenn stofnananna til að komast til útlanda. Til að réttlæta ferðalögin virðist síðan nauðsynlegt að breyta menningarviðburðunum í markaðssetningu fyrir ferðaþjónustu, lambakjöt, vatn eða vetni". Lokaorðin í hugvekju Margrétar Elísabetar Ólafsdóttur í Tímariti Máls og menningar eru þessi: "Framkvæmd menningarhátíðarinnar í París sýnir svart á hvítu að opinberi menningargeirinn treystir ekki eigin menningu. Hann skortir trú á listamenn þjóðarinnar og fyllir í staðinn þá sem sækja landið heim af stöðluðum klisjum. Hann kynnir listaverk þjóðarinnar eins og þau tilheyri fornri víkingamenningu en ekki vestrænum samtíma. Menntamálaráðuneytið kemur á laggirnar menningarhátíð, sem er í rauninni alveg frábært, en í staðinn fyrir að lyfta listinni á stall er henni ýtt út í horn og í staðinn sett upp aðalsýning með ísjökum og eldfjöllum. Þetta er óþolandi. Það er löngu kominn tími til að opinberi menningargeirinn átti sig á því að ef ætlunin er að koma íslenskri menningu og listum á framfæri í útlöndum þá verður að skilja fyrirtæki, ferðaþjónustu og ráðuneytisfólk eftir heima en fara út með listamenn og talsmenn þeirra". Og nú eigum við heimtingu á að heyra viðbrögð "opinbera menningargeirans". Skoðanir á Vísi.is standa honum opnar til andsvara.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Hinn 28. september síðastliðinn birtist eftirfarandi frétt í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni "Þúsund ára ísjaki stal senunni":Fjórar sjónvarpsstöðvar og fjöldi franskra dagblaða voru viðstödd þegar 14 tonna ísjaki var hífður af vörubíl og komið fyrir utan við Palais de la Decouverte, franska vísindasafnið, klukkan fimm í gærmorgun. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Sigríður Á. Snævarr, sendiherra í París, afhentu Frökkum ísjakann formlega. Síðdegis sama dag setti Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra menningar- og vísindakynninguna formlega en hún stendur yfir í hálfan mánuð. Ísjakinn sem fluttur hafði verið með ærinni fyrirhöfn frá Jökulsárlóni til Parísar var smellur eins og sagt er. Hann vakti að sögn óskipta athygli þeirra sem leið áttu framhjá vísindasafninu. Hugsa sér að vatnið í þessum ísjaka skuli hafa fallið sem regn fyrir þúsund árum! Vá! Íslenskir embættismenn, stjórnmálamenn og kaupsýslumenn, sem mættir voru til að taka þátt í samkvæmislífinu sem fylgdi menningarkynningunni í borginni, og svo nokkrir listamenn sem fengu að fljóta með, höfðu ástæðu til að fagna. Snjöll hugmynd virtist hafa hitt í mark. En hvert var annars markið? Til hvers var þetta gert? Slíkar spurningar vöknuðu hjá einstaka manni meðan á hátíðarhöldunum stóð. Það heyrðust jafnvel efasemdir um tilgang slíkra kynninga. En gleðikór þátttakenda og skipuleggjenda var fljótur að yfirgnæfa úrtöluraddirnar. Og núna tveimur mánuðum seinna hefði mátt ætla að slíkt tal væri gleymt og grafið og eftir sæti aðeins ljúf endurminning úr fjölmiðlum um smellinn sem að vísu var fljótur að bráðna og renna sína leið í holræsi Parísar en hlaut að hafa minnt Frakka á að hér norður á hjara veraldar hefði menningarþjóð búið í þúsund ár. En þá er málið vakið upp aftur í skorinyrtri ádeilugrein á allt heila fyrirtækið. Það er Margrét Elísabet Ólafsdóttir listfræðingur sem kveður sér hljóðs í nýútkomnu Tímariti Máls og menningar (4:2004) og er bara alls ekkert ánægð. Hér verður sagt frá sjónarmiðum hennar og eru lesendur hvattir til að taka þátt í umræðum um þau á þessari síðu. Margrét Elísabet segir að menningarkynningin hafi verið óljós blanda af listviðburðum, landkynningu og markaðssetningu fyrirtækja. "Það er eins og menning og listir séu aldrei nóg í sjálfu sér," skrifar hún. "Það þarf alltaf að styðja sig við hækjur sem kallaðar eru ferðaþjónusta, landbúnaður og orkustofnanir. Opinberi menningargeirinn virðist ófær um að skilgreina menningu okkar án þess að skoða hann fyrst í speglum sem aðrir rétta fram. Á máli sjálfshjálparsálfræðinnar nefnist það léleg sjálfsmynd að geta ekki ákveðið sjálfur hver maður er." Og Margrét heldur áfram: "Hvernig stendur á því að ókleift reyndist að setja upp alvöru menningarhátíð í París og þá á ég við menningarhátíð sem ekki er stillt upp sem leiktjöldum fyrir eitthvað annað? Vissulega hefði verið erfiðara að koma listum í áttafréttirnar en ísjaka en það hefði líka verið alvöru viðfangsefni, alvöru verkefni að takast á við og leysa". Margrét skrifar: "Ein ástæða þess að kynning á íslenskri menningu á erlendri grund skilar litlum sem engum árangri ef frá er talin umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum er sá að hvorki listaverkunum né listamönnunum er treyst. Og ef eitthvað getur fengið franska menningargeirann til að svelgjast á er það slíkt vantraust. Því ef einhver þjóð veit hvernig á að halda menningunni á lofti á eigin forsendum þá eru það Frakkar. Og þá erum við komin að lykilatriðinu ætli menn að tala um listir og menningu við Frakka. Það er að kunna að tala um einstök listaverk án þess að minnast á ísjaka og eldgos, goshveri og úfið hraun. Það er að kunna að skilja hraunið frá málverkinu jafnvel þótt málverkið sé af hrauni". Margrét er þungorð í garð embættismanna í menningargeiranum. "Íslenski listheimurinn er orðinn hundleiður á því að í hvert skipti sem listviðburðir eru skipulagðir erlendis af opinberum stofnunum eða styrktir af þeim eru þeir jafnframt notaðir sem tylliástæða fyrir starfsmenn stofnananna til að komast til útlanda. Til að réttlæta ferðalögin virðist síðan nauðsynlegt að breyta menningarviðburðunum í markaðssetningu fyrir ferðaþjónustu, lambakjöt, vatn eða vetni". Lokaorðin í hugvekju Margrétar Elísabetar Ólafsdóttur í Tímariti Máls og menningar eru þessi: "Framkvæmd menningarhátíðarinnar í París sýnir svart á hvítu að opinberi menningargeirinn treystir ekki eigin menningu. Hann skortir trú á listamenn þjóðarinnar og fyllir í staðinn þá sem sækja landið heim af stöðluðum klisjum. Hann kynnir listaverk þjóðarinnar eins og þau tilheyri fornri víkingamenningu en ekki vestrænum samtíma. Menntamálaráðuneytið kemur á laggirnar menningarhátíð, sem er í rauninni alveg frábært, en í staðinn fyrir að lyfta listinni á stall er henni ýtt út í horn og í staðinn sett upp aðalsýning með ísjökum og eldfjöllum. Þetta er óþolandi. Það er löngu kominn tími til að opinberi menningargeirinn átti sig á því að ef ætlunin er að koma íslenskri menningu og listum á framfæri í útlöndum þá verður að skilja fyrirtæki, ferðaþjónustu og ráðuneytisfólk eftir heima en fara út með listamenn og talsmenn þeirra". Og nú eigum við heimtingu á að heyra viðbrögð "opinbera menningargeirans". Skoðanir á Vísi.is standa honum opnar til andsvara.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun