Vill meiri sektarheimildir 4. nóvember 2004 00:01 Fjármálaeftirlitið tók til athugunar níu mál vegna hugsanlegra innherjasvika frá miðju ári 2003 til sama tíma í ár. Þar á meðal voru mál sem beindust að mörgum aðilum tiltekinna viðskipta. Ríkislögreglustjóra hefur verið gerð grein fyrir einu þessara mála. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu Fjármálaeftirlitisins. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, telur tímabært að taka til alvarlegrar umræðu hvort opna eigi fyrir það að ljúka innherjasvikamálum með stjórnvaldssektum. Fjármálaeftirlitið beitti slíkum sektum í tíu tilvikum á mál þar sem láðst hafði að tilkynna regluverði um fyrirhuguð verðbréfaviðskipti. Í einu máli var slíkum sektum beitt vegna þess að láðist að tilkynna um innherjaviðskipti til Kauphallarinnar. Páll Gunnar segir reynsluna af beitingu sektanna á þessa þætti hafa verið góða og skilað miklum árangri. "Líklegt er til dæmis að draga muni verulega úr viðskiptum fruminnherja skömmu fyrir birtingu uppgjöra." Páll ítrekar einnig vilja eftirlitsins til meira gagnsæis og að Fjármálaeftirlitið fái auknar heimildir til að greina frá niðurstöðum athugana sem byggja á lögum um verðbréfaviðskipti. Þennan vilja hefur Fjármálaeftirlitið birt í umræðuskjali. Fjármálaeftirlitið telur líklegt að heimildir þess til að tjá sig um niðurstöðu mála verði veittar í frumvarpi til nýrra laga um verðbréfaviðskipti. Með þessu ætti að skapast aukið aðhald á markaðinn, eins og raunin hefur verið með tilkynningar innherja um viðskipti með hlutabréf. Fjármálaeftirlitið hyggst leggja áherslu á að starfsemi á fjármálamarkaði sé í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti. Þá hyggst Fjármálaeftirlitið beita sér fyrir setningu tilmæla um þátttöku fjármálafyrirtækja í atvinnurekstri. Páll Gunnar segir það áhyggjuefni hversu víða eignatengsl sé að finna á íslenskum verðbréfamarkaði, ekki síst með aðild fjármálafyrirtækja. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Fjármálaeftirlitið tók til athugunar níu mál vegna hugsanlegra innherjasvika frá miðju ári 2003 til sama tíma í ár. Þar á meðal voru mál sem beindust að mörgum aðilum tiltekinna viðskipta. Ríkislögreglustjóra hefur verið gerð grein fyrir einu þessara mála. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu Fjármálaeftirlitisins. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, telur tímabært að taka til alvarlegrar umræðu hvort opna eigi fyrir það að ljúka innherjasvikamálum með stjórnvaldssektum. Fjármálaeftirlitið beitti slíkum sektum í tíu tilvikum á mál þar sem láðst hafði að tilkynna regluverði um fyrirhuguð verðbréfaviðskipti. Í einu máli var slíkum sektum beitt vegna þess að láðist að tilkynna um innherjaviðskipti til Kauphallarinnar. Páll Gunnar segir reynsluna af beitingu sektanna á þessa þætti hafa verið góða og skilað miklum árangri. "Líklegt er til dæmis að draga muni verulega úr viðskiptum fruminnherja skömmu fyrir birtingu uppgjöra." Páll ítrekar einnig vilja eftirlitsins til meira gagnsæis og að Fjármálaeftirlitið fái auknar heimildir til að greina frá niðurstöðum athugana sem byggja á lögum um verðbréfaviðskipti. Þennan vilja hefur Fjármálaeftirlitið birt í umræðuskjali. Fjármálaeftirlitið telur líklegt að heimildir þess til að tjá sig um niðurstöðu mála verði veittar í frumvarpi til nýrra laga um verðbréfaviðskipti. Með þessu ætti að skapast aukið aðhald á markaðinn, eins og raunin hefur verið með tilkynningar innherja um viðskipti með hlutabréf. Fjármálaeftirlitið hyggst leggja áherslu á að starfsemi á fjármálamarkaði sé í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti. Þá hyggst Fjármálaeftirlitið beita sér fyrir setningu tilmæla um þátttöku fjármálafyrirtækja í atvinnurekstri. Páll Gunnar segir það áhyggjuefni hversu víða eignatengsl sé að finna á íslenskum verðbréfamarkaði, ekki síst með aðild fjármálafyrirtækja.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira