Ert þú með lausar gervitennur? 27. október 2004 00:01 Tannmissir getur verið þungbær því við erum háðari tönnum okkar en við gerum okkur grein fyrir meðan við höfum þær. Tal okkar dregur dám af ástandi tannanna, við tyggjum matinn með tönnunum og hver vill ekki geta brosað breitt og óhindrað? Þetta á við hvort sem tennurnar eru okkar eigin eða við erum með gervitennur. Ef vel tekst til nær fólk yfirleitt að laga sig allvel að gervitönnum. Í fyrstu falla þær vel og sitja sæmilega fastar á undirlaginu, þ.e. gómunum. Með tímanum rýrnar þó beinið þar sem tannræturnar sátu áður. Ástæðan er skortur á álagi og áreiti vegna tyggingar. Þegar beinið rýrnar losna gervitennurnar, sérstaklega í neðri gómi. Þá er nauðsynlegt að fóðra hann. Efri tannagómurinn er hins vegar þannig gerður að hann sogar sig fastan við undirlagið að því tilskildu að hann hafi fallið vel að gómnum í upphafi. Los á efri gómi veldur því sjaldnar verulegum vandræðum. Margir grípa til þess örþrifaráðs að líma gervitennur sínar fastar með þar til gerðu lími sem fæst í lyfjaverslunum. En límið er aðskotahlutur, í það setjast matarleifar og gróðrarstía myndast fyrir sýkla sem aftur valda ertingu og andremmu. Lím myndar fyllingu milli gervigóms og munnslímhúðar og getur því riðlað bitinu, aukið á beineyðingu gómbeinsins og valdið skökku átaki á kjálkaliði, sem stundum leiðir til verkja í andliti, hálsi og höfði. Límið er því hvimleitt til lengdar og ætti ekki að nota nema til bráðabirgða meðan beðið er eftir fóðrun eða öðrum varanlegum ráðstöfunum. Með nútímatækni er hægt að festa gervitennur með svokölluðum tannplöntum. Tannplantar eru skrúfur úr hreinu títan sem græddar eru í beinið þar sem rætur tannanna sátu. Á þessar skrúfur má smíða stakar tennur eða önnur tanngervi. Útfærslur á tannplantagervum eru með ýmsu móti, allt frá tveimur tannplöntum í neðri gómi upp í sex til átta tannplanta í hvorum gómboga. Fer útfærslan eftir aðstæðum og ástandi góma. Þegar tveimur eða fleiri plöntum hefur verið komið fyrir má festa venjulegar gervitennur með smellum sem líkjast fatasmellum. Notandinn getur auðveldlega smellt tönnunum úr og í. Annar kostur er að byggja fastar brýr á tannplanta en þá er notanda ómögulegt að ná tanngervinu úr sér sjálfur, það er einungis á færi tannlæknis. Nú á dögum er unnt að leysa vanda tannlausra einstaklinga á hagkvæman og þægilegan hátt en ómetanlegar framfarir hafa orðið frá þeim tíma þegar einungis var hægt að bjóða lausa tanngóma. Enn sem komið er líta margir á tannplanta sem lúxusmeðferð enda er hún mun dýrari lausn en hefðbundnar gervitennur. Tennur sem festar eru eins og hér er lýst komast næst því að vera eins og náttúrulegar tennur þegar þeirra nýtur ekki lengur við. Notkun tannplanta hefur aukist talsvert enda auka þeir mjög lífsgæði þeirra sem þurfa að nota gervitennur. Fólk getur talað, hlegið og tuggið án þess að eiga á hættu að tennurnar gangi til. <I>Höfundur er tannlæknir með munn- og tanngervalækningar sem sérgrein.<P> Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Tannmissir getur verið þungbær því við erum háðari tönnum okkar en við gerum okkur grein fyrir meðan við höfum þær. Tal okkar dregur dám af ástandi tannanna, við tyggjum matinn með tönnunum og hver vill ekki geta brosað breitt og óhindrað? Þetta á við hvort sem tennurnar eru okkar eigin eða við erum með gervitennur. Ef vel tekst til nær fólk yfirleitt að laga sig allvel að gervitönnum. Í fyrstu falla þær vel og sitja sæmilega fastar á undirlaginu, þ.e. gómunum. Með tímanum rýrnar þó beinið þar sem tannræturnar sátu áður. Ástæðan er skortur á álagi og áreiti vegna tyggingar. Þegar beinið rýrnar losna gervitennurnar, sérstaklega í neðri gómi. Þá er nauðsynlegt að fóðra hann. Efri tannagómurinn er hins vegar þannig gerður að hann sogar sig fastan við undirlagið að því tilskildu að hann hafi fallið vel að gómnum í upphafi. Los á efri gómi veldur því sjaldnar verulegum vandræðum. Margir grípa til þess örþrifaráðs að líma gervitennur sínar fastar með þar til gerðu lími sem fæst í lyfjaverslunum. En límið er aðskotahlutur, í það setjast matarleifar og gróðrarstía myndast fyrir sýkla sem aftur valda ertingu og andremmu. Lím myndar fyllingu milli gervigóms og munnslímhúðar og getur því riðlað bitinu, aukið á beineyðingu gómbeinsins og valdið skökku átaki á kjálkaliði, sem stundum leiðir til verkja í andliti, hálsi og höfði. Límið er því hvimleitt til lengdar og ætti ekki að nota nema til bráðabirgða meðan beðið er eftir fóðrun eða öðrum varanlegum ráðstöfunum. Með nútímatækni er hægt að festa gervitennur með svokölluðum tannplöntum. Tannplantar eru skrúfur úr hreinu títan sem græddar eru í beinið þar sem rætur tannanna sátu. Á þessar skrúfur má smíða stakar tennur eða önnur tanngervi. Útfærslur á tannplantagervum eru með ýmsu móti, allt frá tveimur tannplöntum í neðri gómi upp í sex til átta tannplanta í hvorum gómboga. Fer útfærslan eftir aðstæðum og ástandi góma. Þegar tveimur eða fleiri plöntum hefur verið komið fyrir má festa venjulegar gervitennur með smellum sem líkjast fatasmellum. Notandinn getur auðveldlega smellt tönnunum úr og í. Annar kostur er að byggja fastar brýr á tannplanta en þá er notanda ómögulegt að ná tanngervinu úr sér sjálfur, það er einungis á færi tannlæknis. Nú á dögum er unnt að leysa vanda tannlausra einstaklinga á hagkvæman og þægilegan hátt en ómetanlegar framfarir hafa orðið frá þeim tíma þegar einungis var hægt að bjóða lausa tanngóma. Enn sem komið er líta margir á tannplanta sem lúxusmeðferð enda er hún mun dýrari lausn en hefðbundnar gervitennur. Tennur sem festar eru eins og hér er lýst komast næst því að vera eins og náttúrulegar tennur þegar þeirra nýtur ekki lengur við. Notkun tannplanta hefur aukist talsvert enda auka þeir mjög lífsgæði þeirra sem þurfa að nota gervitennur. Fólk getur talað, hlegið og tuggið án þess að eiga á hættu að tennurnar gangi til. <I>Höfundur er tannlæknir með munn- og tanngervalækningar sem sérgrein.<P>
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun