Skoðun

Reykingarbann

Hulda Sigrún Haraldsdóttir sem situr í stjórn frjálshyggjufélagsins og Dagur Snær Sævarsson sem situr í ritstjórn Múrsins og í stjórn UVG ,takast á um hugsanlegt reykingabann á veitingahúsum og skemmtistöðum . Á að banna reykingar á veitingastöðum?Hulda: Það er mannréttindabrot að taka valdið af eiganda staðarins því tel ég reykingabann skaða frelsi hans. Við getum hvorki bannað né leyft reykingar á veitinga- og skemmtistað í einkaeign því það er algerlega val eigendans að setja slíkar reglur sjálfur, en þetta er mál sem kemur ríkinu hreinlega ekki við. Þetta er ekkert frábrugðið einkaheimili þar sem fólk setur reglur um slíka hluti án afskipta ríkisins. Eigendur geti ráðið því sjálfir hvað má gera á þeirra eign svo lengi sem það brýtur ekki í bága við lög en reykingar eru ekki bannaðar samkvæmt lögum. Dagur: Ég tel að það það eiga að banna þær því heilbrigðislega séð tel ég þetta koma ríkinu við þar sem almenningur sækir þessa staði. Aðalatriðið er að vernda lýðheilsu borgaranna og að mínu mati er það frelsisskerðing að fara inn á staði þar sem maður þarf að anda að sér reykmettuðu lofti og verða fyrir heilsutjóni en ég lít ekki á veitingastað og heimili sem sama hlut þó báðir staðir séu í einkaeign. Maður býður ekki almenningi að ganga í gegn heima hjá sér. Hvað með rétt starfsfólksins?Dagur: Vissulega eiga veitingahúsaeigendur staðinn en þeir eiga ekki starfsfólkið sem verður fyrir óbeinum reykingum, og er það oft í mjög erfiðri aðstöðu að berja í borðið vegna þess hvernig búið er um ráðningarsamninga og í sumum tilfellum eru þeir engir. Sökum skorts á atvinnu eru þetta oft einu störfin sem eru í boði og því valið ekki mikið og því er það fáraánlegt að reykingar þurfi að vera atriði sem fólk þarf að hugsa um þegar það velur sér starf. Það er á okkar ábyrgð að tryggja það að fólk verði ekki fyrir heilsutjóni á vinnustöðum. Hulda: Enn og aftur snýst þetta um val því fólk kýs sér starfsvettvang og þarf að vega og meta ýmsa þætti sem viðkoma starfinu, og er því ekki leynt fyrir fólki að það sé leyfilegt að reykja á staðnum. Þá getur fólk kosið hvort það vilji vinna á stað þar sem reykingar eru leyfðar. Reykingarbann á veitingastað er alfarið á ábyrgð eigendans að mínu mati alveg eins og það er alfarið á ábyrgð starfsfólksins að vinna á stað þar sem er reykt. Við eigum að bera ábyrgð á okkar öryggi sjálf og flest viljum við halda lífi og heilsu þannig að það kemur af sjálfu sér að við gætum öryggis, það er ekki hlutverk ríkisins að koma inn í öll smámál. Auk þess sem ég tel það ekki á ábyrgð eigendans ef ekki aðra vinnu er að fá. Á maður að gæta bróður síns?Hulda: Maður getur valið að gæta hans eða ekki. Við berum fyrst og fremst ábyrgð á okkur sjálf, það er ekki hlutverk annarra að bera þá ábyrgð. Dagur: Já algerlega. Ég tel að við eigum að bera ábyrgð á hvort öðru.



Skoðun

Sjá meira


×