Örlagarík lokavika í Bandaríkjunum Þórlindur Kjartansson skrifar 24. október 2004 00:01 Á þriðjudaginn í næstu viku er kjördagur í Bandaríkjunum. Líklegast munu úrslitin því verða ljós strax þá um kvöldið en í ljósi reynslunnar frá síðustu kosningum er auðvitað gjörsamlega útilokað að fullyrða um slíkt. Við þetta bætist að framboðin tvö hafa ráðið tugþúsundir lögfræðinga í þjónustu sína og veit það varla á gott um að málslyktir verði hamingjusamlegar og skjótfengnar. Víða í fjölmiðlum hefur komið fram að sitjandi forseti fái jafnan áþekkt atkvæðamagn og skoðanakannanir segja til um en áskorandinn heldur meira. Út frá þessari forsendu má draga þá ályktun að Kerry sé um þessar mundir sigurstranglegri. Á veðmálavefsíðunni Tradesports skiptast menn á bréfum og segir gengi þeirra til um það hversu líklegt menn telji að Bush eða Kerry vinni. Í dag (sunnudag) er Bush sagður eiga ríflega 58 prósent möguleika á endurkjöri. Líkurnar á sigri hans samkvæmt þessum veðbanka hafa farið heldur lækkandi upp á síðkastið en þó tekið kipp upp á við á síðustu dögum. Á vefsíðunni er einnig hægt að veðja um það hvernig úrslitin verða í einstökum ríkjum Bandaríkjanna. Þar er líka sérstakt veðmál í gangi um það hvort endanleg úrslit muni liggja fyrir þann 13. desember. Nú er staðan í veðbankanum sú að 85 prósent telja að það muni gerast en sú prósenta er á leið niður á við enda hafa ýmsar spurningar vaknað á síðustu vikum sem varpað geta kosningaferlinu í uppnám. Nú á síðustu metrunum í kosningabaráttunni leggja frambjóðendurnir áherslu á þau ríki þar sem enn er mjótt á munum og ganga sífellt lengra í málflutningi sínum til þess að sníða málstað sinn að þeim lykilkjósendum sem velt geta hlassinu í þeirra átt. Á frábærri vefsíðu New York Times getur að líta gagnvirkt kort af Bandaríkjunum. Á kortinu sést hvaða ríki teljast vera komin í örugga höfn annars frambjóðandans og svo er hægt að leika sér að því að merkja hin ríkin og sjá hvaða áhrif það hefur á niðurstöðu kjörmannakosningarinnar (þeir sem ekki þekkja kjörmannakerfið geta til dæmis lesið um það í þessari grein). Samkvæmt þessari síðu New York Times liggur nokkuð ljóst fyrir hvar 438 kjörmenn lenda en barist er um 538. Það eru því hundrað eftir. Stærstu bitarnir af þeirri köku eru Flórída (27 kjörmenn), Ohio (20 kjörmenn), Minnesota og Wisconsin (10 kjörmenn hvort). Önnur ríki sem ekki eru merkt öðrum frambjóðandanum eru: Oregon (7 kjörmenn), Nevada (5 kjörmenn), Nýja Mexíkó (5 kjörmenn), Colorado (9 kjörmenn) og Iowa (7 kjörmenn). Barátta frambjóðandanna mun nær einvörðungu snúast um þessi ríki fram að kosningum. Að mati New York Times má Kerry nú gera ráð fyrir að eiga 225 kjörmenn vísa en Bush 213. 270 þarf til að ná kjöri. Kerry nægir því að vinna Ohio og Flórída til að tryggja sér sigur. Ef við reiðum okkur á þá sem veðjað hafa á Tradesports til að meta hvar sigurinn lendir í hverju ríki þá breytist staðan. Þar er gert ráð fyrir að Bush vinni Nevada, Colorado, Iowa, Wisconsin, Flórída og Ohio en að Kerry vinni Oregon og Minnesota. Gangi þetta eftir mun Bush fá 291 kjörmann en Kerry 247. Þá bætist reyndar við óvissa um breytingar á kjörmannakerfinu í Colorado. (Um breytingar á kjörmannakerfinu Colorado má lesa hér). Það er hins vegar afar mjótt á munum um hvernig veðmálamenn telja að kosningin fari í Nýju Mexíkó og Ohio. Ef Kerry vinnur þau bæði (hann er naumlega yfir í Nýju Mexíkó en naumlega undir í Ohio) þá er Bush samt með meirihluta kjörmanna (271). Þá gæti hins vegar orðið úrslitaatriði hvernig kjörmannavali í Colorado verður háttað. Ef tillaga um breytingu verður samþykkt (og hún mun þá taka strax gildi) þá dugir Kerry að vinna Ohio til að ná 271 kjörmanni. Ef tillagan í Colorado, sem felst í því að kjörmönnum verði úthlutað til frambjóðenda í hlutfalli við atkvæðamagn en ekki að sá sem fær fleiri atkvæði vinni þá alla, tekur gildi má gera ráð fyrir að brjálæðið frá því fyrir fjórum árum verði endurtekið og úrslit kosninganna ráðist í hæstarétti Bandaríkjanna. Þar yrði tekin yrði afstaða til þess hvort kjörmannabreytingin í Colorado standist lög. Ef hún stenst lög þá vinnur Kerry en ef hún stenst ekki lög þá vinnur Bush. Og þá er bara eitt eftir. Það er að telja atkvæðin í hæstarétti Bandaríkjanna. Þar sitja níu dómarar og meirihluti ræður niðurstöðu. Repúblikanar eiga þar fimm menn og demókratar fjóra. Það skyldi þó aldrei vera að Kerry ætti að verja síðustu dögunum í að reyna að snúa einhverjum þeirra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Á þriðjudaginn í næstu viku er kjördagur í Bandaríkjunum. Líklegast munu úrslitin því verða ljós strax þá um kvöldið en í ljósi reynslunnar frá síðustu kosningum er auðvitað gjörsamlega útilokað að fullyrða um slíkt. Við þetta bætist að framboðin tvö hafa ráðið tugþúsundir lögfræðinga í þjónustu sína og veit það varla á gott um að málslyktir verði hamingjusamlegar og skjótfengnar. Víða í fjölmiðlum hefur komið fram að sitjandi forseti fái jafnan áþekkt atkvæðamagn og skoðanakannanir segja til um en áskorandinn heldur meira. Út frá þessari forsendu má draga þá ályktun að Kerry sé um þessar mundir sigurstranglegri. Á veðmálavefsíðunni Tradesports skiptast menn á bréfum og segir gengi þeirra til um það hversu líklegt menn telji að Bush eða Kerry vinni. Í dag (sunnudag) er Bush sagður eiga ríflega 58 prósent möguleika á endurkjöri. Líkurnar á sigri hans samkvæmt þessum veðbanka hafa farið heldur lækkandi upp á síðkastið en þó tekið kipp upp á við á síðustu dögum. Á vefsíðunni er einnig hægt að veðja um það hvernig úrslitin verða í einstökum ríkjum Bandaríkjanna. Þar er líka sérstakt veðmál í gangi um það hvort endanleg úrslit muni liggja fyrir þann 13. desember. Nú er staðan í veðbankanum sú að 85 prósent telja að það muni gerast en sú prósenta er á leið niður á við enda hafa ýmsar spurningar vaknað á síðustu vikum sem varpað geta kosningaferlinu í uppnám. Nú á síðustu metrunum í kosningabaráttunni leggja frambjóðendurnir áherslu á þau ríki þar sem enn er mjótt á munum og ganga sífellt lengra í málflutningi sínum til þess að sníða málstað sinn að þeim lykilkjósendum sem velt geta hlassinu í þeirra átt. Á frábærri vefsíðu New York Times getur að líta gagnvirkt kort af Bandaríkjunum. Á kortinu sést hvaða ríki teljast vera komin í örugga höfn annars frambjóðandans og svo er hægt að leika sér að því að merkja hin ríkin og sjá hvaða áhrif það hefur á niðurstöðu kjörmannakosningarinnar (þeir sem ekki þekkja kjörmannakerfið geta til dæmis lesið um það í þessari grein). Samkvæmt þessari síðu New York Times liggur nokkuð ljóst fyrir hvar 438 kjörmenn lenda en barist er um 538. Það eru því hundrað eftir. Stærstu bitarnir af þeirri köku eru Flórída (27 kjörmenn), Ohio (20 kjörmenn), Minnesota og Wisconsin (10 kjörmenn hvort). Önnur ríki sem ekki eru merkt öðrum frambjóðandanum eru: Oregon (7 kjörmenn), Nevada (5 kjörmenn), Nýja Mexíkó (5 kjörmenn), Colorado (9 kjörmenn) og Iowa (7 kjörmenn). Barátta frambjóðandanna mun nær einvörðungu snúast um þessi ríki fram að kosningum. Að mati New York Times má Kerry nú gera ráð fyrir að eiga 225 kjörmenn vísa en Bush 213. 270 þarf til að ná kjöri. Kerry nægir því að vinna Ohio og Flórída til að tryggja sér sigur. Ef við reiðum okkur á þá sem veðjað hafa á Tradesports til að meta hvar sigurinn lendir í hverju ríki þá breytist staðan. Þar er gert ráð fyrir að Bush vinni Nevada, Colorado, Iowa, Wisconsin, Flórída og Ohio en að Kerry vinni Oregon og Minnesota. Gangi þetta eftir mun Bush fá 291 kjörmann en Kerry 247. Þá bætist reyndar við óvissa um breytingar á kjörmannakerfinu í Colorado. (Um breytingar á kjörmannakerfinu Colorado má lesa hér). Það er hins vegar afar mjótt á munum um hvernig veðmálamenn telja að kosningin fari í Nýju Mexíkó og Ohio. Ef Kerry vinnur þau bæði (hann er naumlega yfir í Nýju Mexíkó en naumlega undir í Ohio) þá er Bush samt með meirihluta kjörmanna (271). Þá gæti hins vegar orðið úrslitaatriði hvernig kjörmannavali í Colorado verður háttað. Ef tillaga um breytingu verður samþykkt (og hún mun þá taka strax gildi) þá dugir Kerry að vinna Ohio til að ná 271 kjörmanni. Ef tillagan í Colorado, sem felst í því að kjörmönnum verði úthlutað til frambjóðenda í hlutfalli við atkvæðamagn en ekki að sá sem fær fleiri atkvæði vinni þá alla, tekur gildi má gera ráð fyrir að brjálæðið frá því fyrir fjórum árum verði endurtekið og úrslit kosninganna ráðist í hæstarétti Bandaríkjanna. Þar yrði tekin yrði afstaða til þess hvort kjörmannabreytingin í Colorado standist lög. Ef hún stenst lög þá vinnur Kerry en ef hún stenst ekki lög þá vinnur Bush. Og þá er bara eitt eftir. Það er að telja atkvæðin í hæstarétti Bandaríkjanna. Þar sitja níu dómarar og meirihluti ræður niðurstöðu. Repúblikanar eiga þar fimm menn og demókratar fjóra. Það skyldi þó aldrei vera að Kerry ætti að verja síðustu dögunum í að reyna að snúa einhverjum þeirra?
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun