Örlagarík lokavika í Bandaríkjunum Þórlindur Kjartansson skrifar 24. október 2004 00:01 Á þriðjudaginn í næstu viku er kjördagur í Bandaríkjunum. Líklegast munu úrslitin því verða ljós strax þá um kvöldið en í ljósi reynslunnar frá síðustu kosningum er auðvitað gjörsamlega útilokað að fullyrða um slíkt. Við þetta bætist að framboðin tvö hafa ráðið tugþúsundir lögfræðinga í þjónustu sína og veit það varla á gott um að málslyktir verði hamingjusamlegar og skjótfengnar. Víða í fjölmiðlum hefur komið fram að sitjandi forseti fái jafnan áþekkt atkvæðamagn og skoðanakannanir segja til um en áskorandinn heldur meira. Út frá þessari forsendu má draga þá ályktun að Kerry sé um þessar mundir sigurstranglegri. Á veðmálavefsíðunni Tradesports skiptast menn á bréfum og segir gengi þeirra til um það hversu líklegt menn telji að Bush eða Kerry vinni. Í dag (sunnudag) er Bush sagður eiga ríflega 58 prósent möguleika á endurkjöri. Líkurnar á sigri hans samkvæmt þessum veðbanka hafa farið heldur lækkandi upp á síðkastið en þó tekið kipp upp á við á síðustu dögum. Á vefsíðunni er einnig hægt að veðja um það hvernig úrslitin verða í einstökum ríkjum Bandaríkjanna. Þar er líka sérstakt veðmál í gangi um það hvort endanleg úrslit muni liggja fyrir þann 13. desember. Nú er staðan í veðbankanum sú að 85 prósent telja að það muni gerast en sú prósenta er á leið niður á við enda hafa ýmsar spurningar vaknað á síðustu vikum sem varpað geta kosningaferlinu í uppnám. Nú á síðustu metrunum í kosningabaráttunni leggja frambjóðendurnir áherslu á þau ríki þar sem enn er mjótt á munum og ganga sífellt lengra í málflutningi sínum til þess að sníða málstað sinn að þeim lykilkjósendum sem velt geta hlassinu í þeirra átt. Á frábærri vefsíðu New York Times getur að líta gagnvirkt kort af Bandaríkjunum. Á kortinu sést hvaða ríki teljast vera komin í örugga höfn annars frambjóðandans og svo er hægt að leika sér að því að merkja hin ríkin og sjá hvaða áhrif það hefur á niðurstöðu kjörmannakosningarinnar (þeir sem ekki þekkja kjörmannakerfið geta til dæmis lesið um það í þessari grein). Samkvæmt þessari síðu New York Times liggur nokkuð ljóst fyrir hvar 438 kjörmenn lenda en barist er um 538. Það eru því hundrað eftir. Stærstu bitarnir af þeirri köku eru Flórída (27 kjörmenn), Ohio (20 kjörmenn), Minnesota og Wisconsin (10 kjörmenn hvort). Önnur ríki sem ekki eru merkt öðrum frambjóðandanum eru: Oregon (7 kjörmenn), Nevada (5 kjörmenn), Nýja Mexíkó (5 kjörmenn), Colorado (9 kjörmenn) og Iowa (7 kjörmenn). Barátta frambjóðandanna mun nær einvörðungu snúast um þessi ríki fram að kosningum. Að mati New York Times má Kerry nú gera ráð fyrir að eiga 225 kjörmenn vísa en Bush 213. 270 þarf til að ná kjöri. Kerry nægir því að vinna Ohio og Flórída til að tryggja sér sigur. Ef við reiðum okkur á þá sem veðjað hafa á Tradesports til að meta hvar sigurinn lendir í hverju ríki þá breytist staðan. Þar er gert ráð fyrir að Bush vinni Nevada, Colorado, Iowa, Wisconsin, Flórída og Ohio en að Kerry vinni Oregon og Minnesota. Gangi þetta eftir mun Bush fá 291 kjörmann en Kerry 247. Þá bætist reyndar við óvissa um breytingar á kjörmannakerfinu í Colorado. (Um breytingar á kjörmannakerfinu Colorado má lesa hér). Það er hins vegar afar mjótt á munum um hvernig veðmálamenn telja að kosningin fari í Nýju Mexíkó og Ohio. Ef Kerry vinnur þau bæði (hann er naumlega yfir í Nýju Mexíkó en naumlega undir í Ohio) þá er Bush samt með meirihluta kjörmanna (271). Þá gæti hins vegar orðið úrslitaatriði hvernig kjörmannavali í Colorado verður háttað. Ef tillaga um breytingu verður samþykkt (og hún mun þá taka strax gildi) þá dugir Kerry að vinna Ohio til að ná 271 kjörmanni. Ef tillagan í Colorado, sem felst í því að kjörmönnum verði úthlutað til frambjóðenda í hlutfalli við atkvæðamagn en ekki að sá sem fær fleiri atkvæði vinni þá alla, tekur gildi má gera ráð fyrir að brjálæðið frá því fyrir fjórum árum verði endurtekið og úrslit kosninganna ráðist í hæstarétti Bandaríkjanna. Þar yrði tekin yrði afstaða til þess hvort kjörmannabreytingin í Colorado standist lög. Ef hún stenst lög þá vinnur Kerry en ef hún stenst ekki lög þá vinnur Bush. Og þá er bara eitt eftir. Það er að telja atkvæðin í hæstarétti Bandaríkjanna. Þar sitja níu dómarar og meirihluti ræður niðurstöðu. Repúblikanar eiga þar fimm menn og demókratar fjóra. Það skyldi þó aldrei vera að Kerry ætti að verja síðustu dögunum í að reyna að snúa einhverjum þeirra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Á þriðjudaginn í næstu viku er kjördagur í Bandaríkjunum. Líklegast munu úrslitin því verða ljós strax þá um kvöldið en í ljósi reynslunnar frá síðustu kosningum er auðvitað gjörsamlega útilokað að fullyrða um slíkt. Við þetta bætist að framboðin tvö hafa ráðið tugþúsundir lögfræðinga í þjónustu sína og veit það varla á gott um að málslyktir verði hamingjusamlegar og skjótfengnar. Víða í fjölmiðlum hefur komið fram að sitjandi forseti fái jafnan áþekkt atkvæðamagn og skoðanakannanir segja til um en áskorandinn heldur meira. Út frá þessari forsendu má draga þá ályktun að Kerry sé um þessar mundir sigurstranglegri. Á veðmálavefsíðunni Tradesports skiptast menn á bréfum og segir gengi þeirra til um það hversu líklegt menn telji að Bush eða Kerry vinni. Í dag (sunnudag) er Bush sagður eiga ríflega 58 prósent möguleika á endurkjöri. Líkurnar á sigri hans samkvæmt þessum veðbanka hafa farið heldur lækkandi upp á síðkastið en þó tekið kipp upp á við á síðustu dögum. Á vefsíðunni er einnig hægt að veðja um það hvernig úrslitin verða í einstökum ríkjum Bandaríkjanna. Þar er líka sérstakt veðmál í gangi um það hvort endanleg úrslit muni liggja fyrir þann 13. desember. Nú er staðan í veðbankanum sú að 85 prósent telja að það muni gerast en sú prósenta er á leið niður á við enda hafa ýmsar spurningar vaknað á síðustu vikum sem varpað geta kosningaferlinu í uppnám. Nú á síðustu metrunum í kosningabaráttunni leggja frambjóðendurnir áherslu á þau ríki þar sem enn er mjótt á munum og ganga sífellt lengra í málflutningi sínum til þess að sníða málstað sinn að þeim lykilkjósendum sem velt geta hlassinu í þeirra átt. Á frábærri vefsíðu New York Times getur að líta gagnvirkt kort af Bandaríkjunum. Á kortinu sést hvaða ríki teljast vera komin í örugga höfn annars frambjóðandans og svo er hægt að leika sér að því að merkja hin ríkin og sjá hvaða áhrif það hefur á niðurstöðu kjörmannakosningarinnar (þeir sem ekki þekkja kjörmannakerfið geta til dæmis lesið um það í þessari grein). Samkvæmt þessari síðu New York Times liggur nokkuð ljóst fyrir hvar 438 kjörmenn lenda en barist er um 538. Það eru því hundrað eftir. Stærstu bitarnir af þeirri köku eru Flórída (27 kjörmenn), Ohio (20 kjörmenn), Minnesota og Wisconsin (10 kjörmenn hvort). Önnur ríki sem ekki eru merkt öðrum frambjóðandanum eru: Oregon (7 kjörmenn), Nevada (5 kjörmenn), Nýja Mexíkó (5 kjörmenn), Colorado (9 kjörmenn) og Iowa (7 kjörmenn). Barátta frambjóðandanna mun nær einvörðungu snúast um þessi ríki fram að kosningum. Að mati New York Times má Kerry nú gera ráð fyrir að eiga 225 kjörmenn vísa en Bush 213. 270 þarf til að ná kjöri. Kerry nægir því að vinna Ohio og Flórída til að tryggja sér sigur. Ef við reiðum okkur á þá sem veðjað hafa á Tradesports til að meta hvar sigurinn lendir í hverju ríki þá breytist staðan. Þar er gert ráð fyrir að Bush vinni Nevada, Colorado, Iowa, Wisconsin, Flórída og Ohio en að Kerry vinni Oregon og Minnesota. Gangi þetta eftir mun Bush fá 291 kjörmann en Kerry 247. Þá bætist reyndar við óvissa um breytingar á kjörmannakerfinu í Colorado. (Um breytingar á kjörmannakerfinu Colorado má lesa hér). Það er hins vegar afar mjótt á munum um hvernig veðmálamenn telja að kosningin fari í Nýju Mexíkó og Ohio. Ef Kerry vinnur þau bæði (hann er naumlega yfir í Nýju Mexíkó en naumlega undir í Ohio) þá er Bush samt með meirihluta kjörmanna (271). Þá gæti hins vegar orðið úrslitaatriði hvernig kjörmannavali í Colorado verður háttað. Ef tillaga um breytingu verður samþykkt (og hún mun þá taka strax gildi) þá dugir Kerry að vinna Ohio til að ná 271 kjörmanni. Ef tillagan í Colorado, sem felst í því að kjörmönnum verði úthlutað til frambjóðenda í hlutfalli við atkvæðamagn en ekki að sá sem fær fleiri atkvæði vinni þá alla, tekur gildi má gera ráð fyrir að brjálæðið frá því fyrir fjórum árum verði endurtekið og úrslit kosninganna ráðist í hæstarétti Bandaríkjanna. Þar yrði tekin yrði afstaða til þess hvort kjörmannabreytingin í Colorado standist lög. Ef hún stenst lög þá vinnur Kerry en ef hún stenst ekki lög þá vinnur Bush. Og þá er bara eitt eftir. Það er að telja atkvæðin í hæstarétti Bandaríkjanna. Þar sitja níu dómarar og meirihluti ræður niðurstöðu. Repúblikanar eiga þar fimm menn og demókratar fjóra. Það skyldi þó aldrei vera að Kerry ætti að verja síðustu dögunum í að reyna að snúa einhverjum þeirra?
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar