Kennararnir, Ásta og heimavinnan 22. október 2004 00:01 Viðbrögð við verkfalli - Jóhann Björnsson Ýmislegt bendir til þess að stjórnmálamenn séu stór börn. Bæði börn og stjórnmálamenn hafa gaman af því að fara í ýmiss konar leiki. Þessi leikjaáhugi stjórnmálamannana kemur ekki síst fram um þessar mundir í kjaradeilu sveitarfélaganna við kennara. Sá leikur sem er vinsæll hjá stjórnmálamönnunum um þessar mundir er feluleikur. Feluleikur þessi sem stjórnmálamennirnir stunda felst í því að hverfa á braut um leið og vitað er til þess að einhver kennari eða kannski foreldri barna á grunnskólaaldri þurfi að ná tali. Þá getur nú verið gott að eiga marga felustaða hérlendis sem erlendis. Þeir leika því annan leik nú en þeir gera fyrir kosningar þegar þeir fara í eltingarleik og reyna að klukka sem flesta kjósendur. Þá fær maður hvorki frið á heimili né vinnustað fyrir vel greiddum, snýttum og skeindum stjórnmálamönnum með endalausan loforðalista um betri tíð með blóm í haga. Annar leikur sem er ekki síður vinsæll hjá stjórnmálamönnum er "órökstuddi frasaleikurinn". Þessi leikur felst í því að segja eitthvað rosalega töff og flott og setja punkt fyrir aftan án þess að nokkur rök fylgi máli. Fjölmiðlamenn eru ansi duglegir í að viðhalda þessum "órökstudda frasaleik" með því að biðja hvorki um rök né ástæður fyrir því sem sagt er. Ágætt dæmi um stjórnmálamann sem er fær í þessum "órökstudda frasaleik" er Ásta Möller, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Í Fréttablaðinu 13. október sl. er hún spurð að því hvernig leysa skuli kennaradeiluna eins og Fréttablaðið kemst að orði en mætti allt eins kalla sveitarfélagadeiluna. Að sjálfsögðu stendur ekki á svari frekar en hjá öðrum stjórnmálamönnum enda felst leikurinn í því að betra er að svara einhverju heldur en engu, hvort sem eitthvað vit er í svarinu eður ei. Og í svari sínu segir hún m.a.: "Það skortir kannski helst á að kennarar hafi unnið heimavinnuna áður en þeir fóru út í kjarabaráttu". Ekki ætla ég að leggja mat á það hvort kennarar unnu heimavinnuna sína eða ekki. Hins vegar sakna ég þess að Ásta færi lesendum rök fyrir því á hvern hátt kennarar svikust um að vinna heimavinnuna fyrir margumtalaða kjarabaráttu. Hún segir ekkert meira um umrædda heimavinnu kenara. Lesendur eiga heimtingu á því að stjórnmálamenn sem hafa skoðanir á öllum sköpuðum hlutum færi rök fyrir því sem þeir segja og það er mín skoðun að gagnrýnir blaðamenn eigi að spyrja viðmælendur sína um rök og ástæður þess sem þeir segja. Ýmsa aðra leiki mætti nefna sem stjórnmálamenn leika nú um þessar mundir eins og "mér kemur málið ekki við"-leikinn og "já þýðir nei og nei þýðir já"-leikinn. Ekki verður farið í að útlista nánar þessa skemmtilegu leiki né aðra leiki sem stjórnmálamenn iðka. Einn leikur sem stjórnmálamenn eru flinkir í er reyndar ekki stundaður um þessar mundir og það er "grátbiðja um stuðning"-leikurinn. Til þess er of langt í kosningar. <I>Höfundur er kennari í Réttarholtsskóla.<P> Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Viðbrögð við verkfalli - Jóhann Björnsson Ýmislegt bendir til þess að stjórnmálamenn séu stór börn. Bæði börn og stjórnmálamenn hafa gaman af því að fara í ýmiss konar leiki. Þessi leikjaáhugi stjórnmálamannana kemur ekki síst fram um þessar mundir í kjaradeilu sveitarfélaganna við kennara. Sá leikur sem er vinsæll hjá stjórnmálamönnunum um þessar mundir er feluleikur. Feluleikur þessi sem stjórnmálamennirnir stunda felst í því að hverfa á braut um leið og vitað er til þess að einhver kennari eða kannski foreldri barna á grunnskólaaldri þurfi að ná tali. Þá getur nú verið gott að eiga marga felustaða hérlendis sem erlendis. Þeir leika því annan leik nú en þeir gera fyrir kosningar þegar þeir fara í eltingarleik og reyna að klukka sem flesta kjósendur. Þá fær maður hvorki frið á heimili né vinnustað fyrir vel greiddum, snýttum og skeindum stjórnmálamönnum með endalausan loforðalista um betri tíð með blóm í haga. Annar leikur sem er ekki síður vinsæll hjá stjórnmálamönnum er "órökstuddi frasaleikurinn". Þessi leikur felst í því að segja eitthvað rosalega töff og flott og setja punkt fyrir aftan án þess að nokkur rök fylgi máli. Fjölmiðlamenn eru ansi duglegir í að viðhalda þessum "órökstudda frasaleik" með því að biðja hvorki um rök né ástæður fyrir því sem sagt er. Ágætt dæmi um stjórnmálamann sem er fær í þessum "órökstudda frasaleik" er Ásta Möller, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Í Fréttablaðinu 13. október sl. er hún spurð að því hvernig leysa skuli kennaradeiluna eins og Fréttablaðið kemst að orði en mætti allt eins kalla sveitarfélagadeiluna. Að sjálfsögðu stendur ekki á svari frekar en hjá öðrum stjórnmálamönnum enda felst leikurinn í því að betra er að svara einhverju heldur en engu, hvort sem eitthvað vit er í svarinu eður ei. Og í svari sínu segir hún m.a.: "Það skortir kannski helst á að kennarar hafi unnið heimavinnuna áður en þeir fóru út í kjarabaráttu". Ekki ætla ég að leggja mat á það hvort kennarar unnu heimavinnuna sína eða ekki. Hins vegar sakna ég þess að Ásta færi lesendum rök fyrir því á hvern hátt kennarar svikust um að vinna heimavinnuna fyrir margumtalaða kjarabaráttu. Hún segir ekkert meira um umrædda heimavinnu kenara. Lesendur eiga heimtingu á því að stjórnmálamenn sem hafa skoðanir á öllum sköpuðum hlutum færi rök fyrir því sem þeir segja og það er mín skoðun að gagnrýnir blaðamenn eigi að spyrja viðmælendur sína um rök og ástæður þess sem þeir segja. Ýmsa aðra leiki mætti nefna sem stjórnmálamenn leika nú um þessar mundir eins og "mér kemur málið ekki við"-leikinn og "já þýðir nei og nei þýðir já"-leikinn. Ekki verður farið í að útlista nánar þessa skemmtilegu leiki né aðra leiki sem stjórnmálamenn iðka. Einn leikur sem stjórnmálamenn eru flinkir í er reyndar ekki stundaður um þessar mundir og það er "grátbiðja um stuðning"-leikurinn. Til þess er of langt í kosningar. <I>Höfundur er kennari í Réttarholtsskóla.<P>
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar