Kennararnir, Ásta og heimavinnan 22. október 2004 00:01 Viðbrögð við verkfalli - Jóhann Björnsson Ýmislegt bendir til þess að stjórnmálamenn séu stór börn. Bæði börn og stjórnmálamenn hafa gaman af því að fara í ýmiss konar leiki. Þessi leikjaáhugi stjórnmálamannana kemur ekki síst fram um þessar mundir í kjaradeilu sveitarfélaganna við kennara. Sá leikur sem er vinsæll hjá stjórnmálamönnunum um þessar mundir er feluleikur. Feluleikur þessi sem stjórnmálamennirnir stunda felst í því að hverfa á braut um leið og vitað er til þess að einhver kennari eða kannski foreldri barna á grunnskólaaldri þurfi að ná tali. Þá getur nú verið gott að eiga marga felustaða hérlendis sem erlendis. Þeir leika því annan leik nú en þeir gera fyrir kosningar þegar þeir fara í eltingarleik og reyna að klukka sem flesta kjósendur. Þá fær maður hvorki frið á heimili né vinnustað fyrir vel greiddum, snýttum og skeindum stjórnmálamönnum með endalausan loforðalista um betri tíð með blóm í haga. Annar leikur sem er ekki síður vinsæll hjá stjórnmálamönnum er "órökstuddi frasaleikurinn". Þessi leikur felst í því að segja eitthvað rosalega töff og flott og setja punkt fyrir aftan án þess að nokkur rök fylgi máli. Fjölmiðlamenn eru ansi duglegir í að viðhalda þessum "órökstudda frasaleik" með því að biðja hvorki um rök né ástæður fyrir því sem sagt er. Ágætt dæmi um stjórnmálamann sem er fær í þessum "órökstudda frasaleik" er Ásta Möller, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Í Fréttablaðinu 13. október sl. er hún spurð að því hvernig leysa skuli kennaradeiluna eins og Fréttablaðið kemst að orði en mætti allt eins kalla sveitarfélagadeiluna. Að sjálfsögðu stendur ekki á svari frekar en hjá öðrum stjórnmálamönnum enda felst leikurinn í því að betra er að svara einhverju heldur en engu, hvort sem eitthvað vit er í svarinu eður ei. Og í svari sínu segir hún m.a.: "Það skortir kannski helst á að kennarar hafi unnið heimavinnuna áður en þeir fóru út í kjarabaráttu". Ekki ætla ég að leggja mat á það hvort kennarar unnu heimavinnuna sína eða ekki. Hins vegar sakna ég þess að Ásta færi lesendum rök fyrir því á hvern hátt kennarar svikust um að vinna heimavinnuna fyrir margumtalaða kjarabaráttu. Hún segir ekkert meira um umrædda heimavinnu kenara. Lesendur eiga heimtingu á því að stjórnmálamenn sem hafa skoðanir á öllum sköpuðum hlutum færi rök fyrir því sem þeir segja og það er mín skoðun að gagnrýnir blaðamenn eigi að spyrja viðmælendur sína um rök og ástæður þess sem þeir segja. Ýmsa aðra leiki mætti nefna sem stjórnmálamenn leika nú um þessar mundir eins og "mér kemur málið ekki við"-leikinn og "já þýðir nei og nei þýðir já"-leikinn. Ekki verður farið í að útlista nánar þessa skemmtilegu leiki né aðra leiki sem stjórnmálamenn iðka. Einn leikur sem stjórnmálamenn eru flinkir í er reyndar ekki stundaður um þessar mundir og það er "grátbiðja um stuðning"-leikurinn. Til þess er of langt í kosningar. <I>Höfundur er kennari í Réttarholtsskóla.<P> Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Viðbrögð við verkfalli - Jóhann Björnsson Ýmislegt bendir til þess að stjórnmálamenn séu stór börn. Bæði börn og stjórnmálamenn hafa gaman af því að fara í ýmiss konar leiki. Þessi leikjaáhugi stjórnmálamannana kemur ekki síst fram um þessar mundir í kjaradeilu sveitarfélaganna við kennara. Sá leikur sem er vinsæll hjá stjórnmálamönnunum um þessar mundir er feluleikur. Feluleikur þessi sem stjórnmálamennirnir stunda felst í því að hverfa á braut um leið og vitað er til þess að einhver kennari eða kannski foreldri barna á grunnskólaaldri þurfi að ná tali. Þá getur nú verið gott að eiga marga felustaða hérlendis sem erlendis. Þeir leika því annan leik nú en þeir gera fyrir kosningar þegar þeir fara í eltingarleik og reyna að klukka sem flesta kjósendur. Þá fær maður hvorki frið á heimili né vinnustað fyrir vel greiddum, snýttum og skeindum stjórnmálamönnum með endalausan loforðalista um betri tíð með blóm í haga. Annar leikur sem er ekki síður vinsæll hjá stjórnmálamönnum er "órökstuddi frasaleikurinn". Þessi leikur felst í því að segja eitthvað rosalega töff og flott og setja punkt fyrir aftan án þess að nokkur rök fylgi máli. Fjölmiðlamenn eru ansi duglegir í að viðhalda þessum "órökstudda frasaleik" með því að biðja hvorki um rök né ástæður fyrir því sem sagt er. Ágætt dæmi um stjórnmálamann sem er fær í þessum "órökstudda frasaleik" er Ásta Möller, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Í Fréttablaðinu 13. október sl. er hún spurð að því hvernig leysa skuli kennaradeiluna eins og Fréttablaðið kemst að orði en mætti allt eins kalla sveitarfélagadeiluna. Að sjálfsögðu stendur ekki á svari frekar en hjá öðrum stjórnmálamönnum enda felst leikurinn í því að betra er að svara einhverju heldur en engu, hvort sem eitthvað vit er í svarinu eður ei. Og í svari sínu segir hún m.a.: "Það skortir kannski helst á að kennarar hafi unnið heimavinnuna áður en þeir fóru út í kjarabaráttu". Ekki ætla ég að leggja mat á það hvort kennarar unnu heimavinnuna sína eða ekki. Hins vegar sakna ég þess að Ásta færi lesendum rök fyrir því á hvern hátt kennarar svikust um að vinna heimavinnuna fyrir margumtalaða kjarabaráttu. Hún segir ekkert meira um umrædda heimavinnu kenara. Lesendur eiga heimtingu á því að stjórnmálamenn sem hafa skoðanir á öllum sköpuðum hlutum færi rök fyrir því sem þeir segja og það er mín skoðun að gagnrýnir blaðamenn eigi að spyrja viðmælendur sína um rök og ástæður þess sem þeir segja. Ýmsa aðra leiki mætti nefna sem stjórnmálamenn leika nú um þessar mundir eins og "mér kemur málið ekki við"-leikinn og "já þýðir nei og nei þýðir já"-leikinn. Ekki verður farið í að útlista nánar þessa skemmtilegu leiki né aðra leiki sem stjórnmálamenn iðka. Einn leikur sem stjórnmálamenn eru flinkir í er reyndar ekki stundaður um þessar mundir og það er "grátbiðja um stuðning"-leikurinn. Til þess er of langt í kosningar. <I>Höfundur er kennari í Réttarholtsskóla.<P>
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar