Bjóst við meiri hækkun 19. október 2004 00:01 Ef Decode nær að þróa og markaðssetja hjartalyfið DG031 mun það hafa veruleg áhrif á rekstur fyrirtækisins í framtíðinni. Fréttir um að öðrum fasa lyfjaþróunar væri lokið ollu snarpri hækkun á verði hlutabréfa í fyrirtækinu á Nasdaq markaðinum í gær. Hlutabréfin hækkuðu töluvert í viðskiptum fyrir opnun kauphallarinnar í New York en gengu að miklu leyti til baka eftir því sem leið á daginn. Töluvert mikil viðskipti voru með bréfin í gær. Að sögn Guðmundu Óskar Kristjánsdóttur hjá greiningardeild Landsbankans kom á óvart að bréfin hafi ekki hækkað meira og vísar hún til þess að í september hafi hlutabréf í Atherogenics hækkað um áttatíu prósent í kjölfar áþekkra frétta. Hugsanlega skýrist það af því að stofnanafjárfestar hafi litið til fréttanna sem tækifæris til að koma bréfum í Decode í verð. Þá kom það fram í Hálf fimm fréttum KB banka í gær að síðasti fasi lyfjaþróunar, sem ekki er enn kominn í gang, sé sá dýrasti og umfangsmesti og líklegastur til að sigla þróunarferlinu í strand. Þetta kunni að skýra hófstillt viðbrögð fjárfesta við tíðindunum. "Þeir eru komnir mjög langt þótt stærsti hjallinn sé enn þá eftir. Eftir fasa þrjú koma svo leyfisumsóknir, markaðssetning og sala lyfsins. Þá verða þeir búnir að breyta vísindalegri niðurstöðu í viðskiptalegt tækifæri og þar liggja miklir tekjumöguleikar," segir Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir. Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Ef Decode nær að þróa og markaðssetja hjartalyfið DG031 mun það hafa veruleg áhrif á rekstur fyrirtækisins í framtíðinni. Fréttir um að öðrum fasa lyfjaþróunar væri lokið ollu snarpri hækkun á verði hlutabréfa í fyrirtækinu á Nasdaq markaðinum í gær. Hlutabréfin hækkuðu töluvert í viðskiptum fyrir opnun kauphallarinnar í New York en gengu að miklu leyti til baka eftir því sem leið á daginn. Töluvert mikil viðskipti voru með bréfin í gær. Að sögn Guðmundu Óskar Kristjánsdóttur hjá greiningardeild Landsbankans kom á óvart að bréfin hafi ekki hækkað meira og vísar hún til þess að í september hafi hlutabréf í Atherogenics hækkað um áttatíu prósent í kjölfar áþekkra frétta. Hugsanlega skýrist það af því að stofnanafjárfestar hafi litið til fréttanna sem tækifæris til að koma bréfum í Decode í verð. Þá kom það fram í Hálf fimm fréttum KB banka í gær að síðasti fasi lyfjaþróunar, sem ekki er enn kominn í gang, sé sá dýrasti og umfangsmesti og líklegastur til að sigla þróunarferlinu í strand. Þetta kunni að skýra hófstillt viðbrögð fjárfesta við tíðindunum. "Þeir eru komnir mjög langt þótt stærsti hjallinn sé enn þá eftir. Eftir fasa þrjú koma svo leyfisumsóknir, markaðssetning og sala lyfsins. Þá verða þeir búnir að breyta vísindalegri niðurstöðu í viðskiptalegt tækifæri og þar liggja miklir tekjumöguleikar," segir Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira