Sport

Keegan segir Arsenal í sérflokki

Kevin Keegan knattspyrnustjóri Manchester City segir hæpið að Chelsea geti veitt Arsenal teljandi keppni um enska meistaratitilinn. "Mér finnst reyndar ekkert lið geta gert tilkall til titilsins fyrir utan Arsenal sem er gríðarlega sterkt um þessar mundir," sagði Keegan. Keegan vildi þó ekki gera lítið úr öðrum liðum og þá síst Chelsea, þó honum fyndist Arsenal í algjörum sérflokki. "Það er ósanngjarnt að bera þessi lið saman enda er Chelsea nýbyrjað að byggja upp með hjálp Jose Mourinho en Arsenal búið að byggja upp síðustu átta árin með Arsene Wenger, þar liggur munurinn," sagði Kevin Keegan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×