Viðskipti erlent

Yahoo græðir

Internetfyrirtækið Yahoo sýndi betri afkomu en búist var við á síðasta ársfjórðungi. Hagnaður fyrirtækisins er fjórum sinnum meiri en hann var á sama tíma í fyrra. Alls græddi Yahoo 253 milljónir Bandaríkjadala (um átján milljarða króna). Stór hluti hagnaðarins er vegna sölu á hlut félagsins í Google en á þeim viðskiptum græddi Yahoo 191 milljón dali (um 13,5 milljarða króna). Verð á hlutafé í Yahoo hækkaði á mörkuðum í gær. Bréf í félaginu kosta nú um 36 dali en fóru mest í 118 dali þegar netbólan reis sem hæst. Þetta var í ársbyrjun árið 2000. Lægst fóru bréfin í 4,05 dali haustið 2001 og hafa því nífaldast í verði síðan.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×