Sport

Þrjú Íslandsmet hjá Ragnheiði

Sundkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir stóð sig frábærlega á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug en hún lauk keppni eftir að hafa sett þrjú Íslandsmet. Um helgina tvíbætti hún eigið Íslandsmet í 100 metra fjórsundi og í fyrradag bætti hún Íslandsmetið í 50 metra skriðsundi. Fyrra metið, 25.90, átti Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir en Ragnheiður kom í mark á 25.63. Dugði það reyndar ekki til að komast í milliriðla en árangurinn er engu að síður góður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×